25.12.2016 11:49

B. v. Þórólfur RE 134. LCJH / TFOC.

Þórólfur RE 134 var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1920 fyrir Hlutafélagið Kveldúlf í Reykjavík. 403 brl. 800 ha. 3 þennslu gufuvél. Smíðanúmer 694. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 16 febrúar árið 1955. Togarinn var síðan seldur í brotajárn til Danmerkur og rifinn í Odense (Óðinsvé) sama ár. Þórólfur og systurskipið, Skallagrímur, voru mikil afla og happaskip og einnig afburða góð sjóskip.


Þórólfur RE 134 með trollið á síðunni.                             Ljósmyndari óþekktur. Mynd í minni eigu.


Þórólfur RE 134.                                             (C) Tóbakseinkasala ríkisins. sígarettupakka mynd.


Fiskur flattur um borð í Þórólfi RE 134 árið 1946.                                         (C) Hjálmar R Bárðarson.


Þórólfur RE 134.                                                                                   (C) Guðbjartur Ásgeirsson.

                  Halaveðrið mikla

                             Togararnir

Þeir koma allir inn meira og minna brotnir. Á sumum hafa yfirmenn staðið 15 tíma samfleytt á stjórnpalli.

                               Þórólfur

Fremur lítið hafði orðið að á því skipi, loftskeytastengurnar þó brotnað og bátarnir laskast.

Morgunblaðið. 11 febrúar 1925.

              Þórólfur varð fyrir áfalli.

        Missti báða bátana, og bátadekkið brotnaði.

Togarinn Þórólfur, eign Kveldúlfs h.f. varð fyrir áfalli í grend við Vestmannaeyjar í ofsaveðrinu á föstudagskvöldið. Reið ólag yfir skipið og missti það báða bátana og bátadekkið brotnaði. Skipið lagðast á hliðina við áfallið og urðu skipverjar að moka til í því frá því klukkan 11 um morguninn og þar til kl. 7 morguninn eftir, til þess að rétta það að fullu við. Engan mann sakaði. Skipið kom á Reykjavíkurhöfn síðdegis í gær.

Alþýðublaðið. 19 desember 1948.

Flettingar í dag: 1014
Gestir í dag: 329
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 300
Samtals flettingar: 2025749
Samtals gestir: 517646
Tölur uppfærðar: 24.9.2020 13:22:40