23.07.2017 09:30

488. Guðrún ÍS 97.

Guðrún ÍS 97 var smíðuð í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar á Ísafirði árið 1942. Eik og fura. 16 brl. 90 ha. Ellwe vél, árgerð 1928. Eigandi var Vísir h/f í Súðavík frá 14 september 1942. Ný vél (1944) 150 ha. Gray díesel vél. Báturinn var seldur 19 júní 1950, Grími Jónssyni í Súðavík, sama nafn og númer. Ný vél (1952) 160 ha. GM díesel vél. Seldur 4 febrúar 1954, Marinó Ólsen í Reykjavík, hét Guðrún RE 20. Seldur 3 júlí sama ár, Jóni Sigurðssyni í Reykjavík, sama nafn og númer. Seldur 7 febrúar 1961, Gísla Bjarnasyni á Patreksfirði, hét Guðrún BA 38. Seldur 18 júní 1962, Gunnari J Egilssyni í Bolungarvík, hét Guðrún ÍS 126. Seldur 3 júní 1967, Hafsteini Guðmundssyni og Hreini Guðmundssyni, Kleifum í Steingrímsfirði, báturinn hét Guðrún ST 118. Ný vél (1967) 137 ha. Rolls Royce díesel vél. 8 október 1971 keypti Jakob Þorvaldsson hlut Hreins Guðmundssonar í bátnum, hét þá Guðrún Guðmundsdóttir ST 118. Seldur 21 maí 1980, Guðmundi Ólafssyni í Þorlákshöfn og Sigvalda Ólafssyni á Hólmavík, hét Möskvi KE 60. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 5 maí árið 1981.


Guðrúnu ÍS 97 hleypt af stokkunum hjá Marselíusi sumarið 1942.                      Mynd úr safni mínu.

     Tvö nýbyggð skip hjá Marselíusi

Nýlega eru hlaupin af stokkunum í skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar, tvö skip, Sigurgeir, 62 smálestir, og Guðrún, 10 smálestir. Sigurgeir er Phönix gamli "aukin og endurbætt útgáfa", og er skipið eign Ólafs Guðmundssonar í Keflavík. Guðrúnu á Vísir í Súðavík. Þá er fullsmíðuð ný Dís fyrir Njörð, og heitir hún Jódís. Á að fara að setja í hana vélina. Þá er Marselíus að smíða tvo 16 smálesta báta og í þann veginn að hefja smíði á 45 smálesta skipi. Hefir hann dregið að sér geysimikið af efni í skip, svo að ekki mun hann skorta það fyrst um sinn.

Skutull. 18 september 1942.

    Nauðstöddu skipi komið til hjálpar

Í hádegisútvarpi í gær sendi Slysavarnafélagið tilkynningu til skipa er væru nærri Horni um að vélskipið Guðrún ÍS 97 frá Súðuvík væri hjálparþurfi 4 sjómílur norðaustur af Horni. Guðrún hefur talstöð og gerði loftskeytastöðinni á Ísafirði aðvart, en þá var enginn bátur í landi, sem gat farið út henni til hjálpar. En skip sem var að koma norðan frá Eyjafirði, nafn þess vissi skrifstofa Slysavarnafélagsins ekki, heyrði útvarpstilkynninguna, kom Guðrúnu til aðstoðar og dró hana til Ísafjarðar.

Þjóðviljinn. 22 ágúst 1947.

Flettingar í dag: 979
Gestir í dag: 288
Flettingar í gær: 1558
Gestir í gær: 541
Samtals flettingar: 1960976
Samtals gestir: 496496
Tölur uppfærðar: 9.8.2020 23:51:04