11.09.2017 19:57
Botnvörpungurinn Víðir GK 450 á heimleið af Halamiðum.
Botnvörpungurinn Víðir GK 450 frá Hafnarfirði, vel klakabrynjaður á landleið, sjálfsagt af Halamiðum. Guðbjartur Ásgeirsson tók þessa mynd árið 1917, en hann var þá matsveinn á togaranum. Á þessum tíma voru skipstjórar togaranna að komast upp á lag með að nýta sér þessi fengsælu fiskimið út af Vestfjörðum og sóttu hart á Halann og út í Djúpálinn. Það má því gera ráð fyrir að Víðir hafi verið að koma þaðan eftir barninginn á þessu víðsjárverða hafsvæði á þeim árstíma þegar allra veðra er von. Falleg en í senn kuldaleg mynd.

B.v. Víðir GK 450 klakabrynjaður á heimleið. (C) Guðbjartur Ásgeirsson.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 4097
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 25911
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 1729032
Samtals gestir: 94026
Tölur uppfærðar: 17.9.2025 05:37:08