21.09.2017 17:46
Síld söltuð úr togaranum Baldri RE 146 á Akureyri í byrjun síðustu aldar.
Á myndinni er verið að salta síld úr botnvörpungnum Baldri RE 146 á Oddeyrartanganum á Akureyri árið 1913-14. Fátækt fólk sveitanna freistaði gæfunnar eftir betra lífsviðurværi við sjávarsíðuna. Akureyri var engin undantekning á því. Það elti drauminn um að lifa laust undan helsi fátæktarinnar. Á fyrstu áratugum 20 aldarinnar var síldin lausnarorðið í hugum þessa fólks. Þegar líða tók á 4 áratuginn, mátti heyra norður í Reykjarfirði á Ströndum hin fleygu orð; "Af síldinni öll erum orðin rík á Ingólfsfirði og Djúpavík". Síldin hefur löngum verið örlagavaldur í lífi þjóðarinnar, stundum var allt vaðandi í síld og þess á milli ekki neitt, en hún kærði sig kollótta um það, fór sínar eigin leiðir eins og sagt var í þá daga.

Síld söltuð úr togaranum Baldri á Oddeyrartanga á Akureyri í byrjun síðustu aldar.
(C) Hallgrímur Einarsson.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1194
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 3449
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 2128983
Samtals gestir: 96399
Tölur uppfærðar: 29.12.2025 12:13:42
