09.11.2017 12:29

Langanes EA 288. LBVS / TFRE.

Langanes EA 288 var smíðað í Opsanger í Noregi árið 1902. Tré. 119 brl. 120 ha. 2 þennslu gufuvél. Eigandi var Henrik Henriksson á Siglufirði frá 1 desember 1923, hét fyrst Langanes SI 13 hér á landi, en hafði heitið áður Ludolf Ejde. Selt 21 júní 1926, Geir Sigurðssyni og Júlíusi Guðmundssyni í Reykjavík, hét Langanes SI 23. Selt 30 september 1930, Jóni Kristjánssyni og Hallgrími Jónssyni á Akureyri, skipið hét Langanes EA 288. Talið ónýtt og rifið á Akureyri árið 1939.


Langanes EA 288 með nótabátana í eftirdragi.                                               Ljósmyndari óþekktur.


Myndin er tekin frá Torfunefsbryggju. Skip Guðmundar Péturssonar, Liv og Bris eru til vinstri, þá Arthur & Fanny sem Kristján Tryggvason keypti frá Ísafirði árið 1940, og seldi burt árið eftir. Lengst til hægri er Langanes EA 288 sem Jón Kristjánsson og Hallgrímur Jónsson keyptu frá Siglufirði árið 1930. Ljósmyndari óþekktur.
Flettingar í dag: 33
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 601
Gestir í gær: 161
Samtals flettingar: 1925000
Samtals gestir: 488283
Tölur uppfærðar: 16.7.2020 00:28:40