11.03.2018 08:05

2949. Jón Kjartansson SU 111. TFFF.

Nóta og togskipið Jón Kjartansson SU 111 var smíðaður hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S í Flekkefjord í Noregi árið 2003 fyrir Charisma Fishing Company Ltd í Leirvík á Hjaltlandseyjum. Hét Charisma LK 362. 2.424 Bt. 8.158 ha. Wartsiila vél, 6.000 Kw. Eskja h/f á Eskifirði keypti skipið í maí á síðasta ári og er það gert út á loðnu og kolmunnaveiðar. Skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU 111 er Grétar Rögnvarsson. Haukur Sigtryggur Valdimarsson tók þessar myndir þegar skipið kom til hafnar á Dalvík í gær. Þakka ég honum kærlega fyrir sendinguna.

2949. Jón Kjartansson SU 111 við bryggju á Dalvík í gær.


2949. Jón Kjartansson SU 111 á leið til hafnar á Dalvík.

Eskja kaupir uppsjávarskipið Charisma                 frá Hjaltlandseyjum

Eskja hf. hefur gengið frá samningi um kaup á nýju uppsjávarskipi frá Lerwick á Hjaltlandseyjum. Skipið heitir Charisma, byggt 2003 í Noregi og er 70,7 metrar á lengd og 14,5 metrar á breidd. Aðalvél skipsins er MAK 6.000 kw og 8.160 hestöfl.
Skipið ber 2.200 rúmmetra í 9 tönkum með RSW kælingu og mun koma til með að leysa af hólmi aflaskipið Jón Kjartansson SU 111 sem kominn er til ára sinna en hefur þjónað félaginu vel í gegnum tíðina. Charisma mun heita Jón Kjartansson og reiknað með að Eskja fái skipið afhent í byrjun júlí.
Nýr Jón Kjartansson mun afla hráefnis í nýtt uppsjávarfrystihús sem tekið var í notkun í nóvember á síðasta ári og fyrirhugað er að það fari á makrílveiðar í byrjun ágúst næstkomandi.

Vefsíða Eskju. 7 júní 2017.2949. Jón Kjartansson SU 111 á leið til hafnar á Dalvík.


2949. Jón Kjartansson SU 111 í höfn á Dalvík.

               Alli ríki og foreldrar hans

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa orðið á skipa­kosti Eskju á Eskif­irði á einu ári. Fjár­fest hef­ur verið í nýrri skip­um, sem nú eru öll á mak­ríl­veiðum í síld­ars­mugunni norðaust­ur af land­inu. Nöfn skip­anna eru gam­al­kunn úr út­gerðar­sögu Eskifjarðar og hafa mikla þýðingu í sögu bæj­ar­fé­lags­ins. Um leið eru þau ná­tengd aðal­eig­end­um fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­is­ins Eskju, þeim Björk Aðal­steins­dótt­ur og Þor­steini Kristjáns­syni. Í lok ág­úst í fyrra gekk Eskja frá kaup­um á norska upp­sjáv­ar­veiðiskip­inu Li­bas, sem var eitt af stærstu fiski­skip­um norska flot­ans, 94 metr­ar að lengd og tæp­ir 18 metr­ar á breidd. Skipið fékk nafnið Aðal­steinn Jóns­son SU 11, en eldra frysti­skip með sama nafni var selt til græn­lenska út­gerðarfyr­ir­tæk­is­ins Arctic Prime Fis­heries, sem aft­ur seldi það til Rúss­lands. Útgerðarfyr­ir­tækið Brim hf. er hlut­hafi í græn­lenska fyr­ir­tæk­inu.
Upp í kaup­in á Aðal­steini Jóns­syni gekk græn­lenska upp­sjáv­ar­skipið Qa­vak GR 21 og fékk það nafnið Guðrún Þor­kels­dótt­ir SU 211. Það er rúm­lega 60 metra langt, smíðað 1999 í Nor­egi.
Í sum­ar keypti Eskja síðan upp­sjáv­ar­skipið Char­isma frá Hjalt­lands­eyj­um, en það er byggt í Nor­egi 2003 og er 70,7 metr­ar á lengd. Skipið fékk nafnið Jón Kjart­ans­son SU 111, en eldra skip með sama nafni er til sölu.
Daði Þor­steins­son Kristjáns­son­ar er skip­stjóri á Aðal­steini Jóns­syni, Grét­ar Rögn­vars­son er skip­stjóri á Jóni Kjart­ans­syni og Hjálm­ar Ingva­son er með Guðrúnu Þor­kels­dótt­ur. Skip­in afla öll hrá­efn­is fyr­ir nýtt upp­sjáv­ar­frysti­hús Eskju á Eskif­irði sem tekið var í notk­un í nóv­em­ber á síðasta ári. Stjórn­ar­formaður Eskju er Erna Þor­steins­dótt­ir.
Svo aft­ur sé vikið að nöfn­um skip­anna þá hóf Aðal­steinn Jóns­son snemma störf við út­gerð og eignaðist fyrst hlut í bát árið 1946. Árið 1960 tók hann við stjórn Hraðfrysti­húss Eskifjarðar og var for­stjóri fram til árs­ins 2000. For­eldr­ar hans voru Jón Kjart­ans­son póst­ur og Guðrún Þor­kels­dótt­ir hús­freyja og áttu þau sam­an sex börn. Aðal­steinn var þeirra næstyngst­ur. Nöfn skip­anna þriggja eru því sótt til Aðal­steins, Jóns og Guðrún­ar.
Í minn­inga­punkt­um um Aðal­stein seg­ir að rekst­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafi ein­kennst af bjart­sýni og áræði Aðal­steins, sem snemma fékk viður­nefnið Alli ríki. Fyr­ir­tækið var jafn­an stærsti vinnu­veit­andi í byggðarlag­inu.
Í lok sjötta ára­tug­ar­ins eignaðist fé­lagið sitt fyrsta skip, Hólma­nes, sem var 130 tonna stál­bát­ur smíðaður í Nor­egi, og var gert út á línu- og neta­veiðar, svo og á síld­veiðar. Á ár­un­um 1962-1970 eignaðist fé­lagið nokk­ur skip af stærðinni 150-260 tonn, sem gerð voru út á línu- og neta­veiðar, síld­veiðar og tog­veiðar.
Í sér­stöku fé­lagi bræðranna Aðal­steins og Krist­ins Jóns­son­ar, sem lengi var stjórn­ar­formaður Hraðfrysti­húss Eskifjarðar, voru gerð út skip­in Jón Kjart­ans­son og Guðrún Þor­kels­dótt­ir og voru bæði mik­il afla­skip, ekki síst á síld.
1967-1968 hvarf síld­in af Íslands­miðum, en nokkr­um árum síðar hóf­ust veiðar á loðnu til bræðslu. Eft­ir því sem þær veiðar juk­ust var talið nauðsyn­legt að fyr­ir­tækið eignaðist skip til hrá­efnisöfl­un­ar og árið 1978 keypti fé­lagið 780 tonna skip er fékk nafnið Jón Kjart­ans­son SU-111, skip­stjóri Þor­steinn Kristjáns­son. 1982 keypti fé­lagið annað skip, 360 tonn, er fékk nafnið Guðrún Þor­kels­dótt­ir SU-211. Hætt var að gera það skip út 2003.
Eft­ir því sem árin liðu urðu breyt­ing­ar í út­gerð og áhersl­um og skipa­kosti sömu­leiðis. Auk­in áhersla var lögð á vinnslu á loðnu, síld og öðrum upp­sjáv­ar­teg­und­um. Nýtt upp­sjáv­ar­skip kom til Eskifjarðar 2006 og fékk nafnið Aðal­steinn Jóns­son. Þá var hins veg­ar ekki að finna Guðrúnu Þor­kels­dótt­ur í flota Esk­firðinga, en það breytt­ist aft­ur í sum­ar. Alli ríki og for­eldr­ar hans hafa því öll verið á sjó síðustu vik­urn­ar. Auk upp­sjáv­ar­skip­anna hef­ur Eskja frá 2010 gert út línu­bát­inn Haf­dísi SU 220
.

Morgunblaðið. 28 september 2017.


Grétar Rögnvarsson skipstjóri í brúarglugganum.           (C) Myndir: Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


Charisma LK 362.                                                                                                (C) Richard Paton.

     Jón Kjartansson klár eftir breytingar

Seint í gærkveldi hélt hinn nýi Jón Kjartansson SU 111 frá Akureyri áleiðið til heimahafnar á Eskifirði og mun stefnan vera sett á loðnuveiðar á allra næstu dögum.  Skipið hefur verið í miklum breytingum frá því í byrjun nóvember hjá Slippnum á Akureyri.
Eru þær helstar að settur hefur verið nótabúnaður í skipið sem ekki var áður, búin var til nótaskúffa  settur niðurleggjari, ný kraftblökk og nótarör ásamt öðrum verkum sem tengjast svona stóru verki en alls tók verkið á þriðja mánuð.
Skipið var keypt frá Hjaltlandseyjum á síðasta ári og hét Carisma LK 362 og er 70.7 metrar á lengd 14.5 á breidd og 2.424 brúttótonn. það er smíðað árið 2003 og er nánast eins og nýtt, allar vistarverur mjög glæsilegar sem og brúin sem er vel búinn tækjum.

Kvótinn.is 15 febrúar 2018.
Flettingar í dag: 1763
Gestir í dag: 380
Flettingar í gær: 3151
Gestir í gær: 437
Samtals flettingar: 1957571
Samtals gestir: 495493
Tölur uppfærðar: 7.8.2020 09:40:28