12.03.2018 17:56

2894. Björg EA 7 hélt í sinn fyrsta túr í gær.

Samherjatogarinn Björg EA 7 hélt í sinn fyrsta túr í gær. Skipið kom til landsins í október s.l. og hefur Slippstöðin á Akureyri unnið að uppsetningu á vinnslubúnaði á millidekki og í lest skipsins. Björg EA 7 var smíðuð hjá Cemre Shipyard í Yalova / Istanbúl í Tyrklandi árið 2017. 2.081 Bt. 2.203 ha. Yanmar vél, 1.620 Kw. Eins og áður segir, hélt skipið út í gær í sína fyrstu veiðiferð og óska ég þeim gæfu og góðu gengi, enda með nýtt og glæsilegt skip í höndunum. Þessar myndir tók bróðir minn, Alexander S Gjöveraa á Akureyri af skipinu, sennilega í haust stuttu eftir að það kom til landsins. Var búinn að setja inn myndir af Björgu sem Haukur Sigtryggur sendi mér í haust, en mér leiðist það nú ekki að birta myndir af fallegum skipum.


2894. Björg EA 7. TFKO.


2894. Björg EA 7 við bryggju á Akureyri.


2894. Björg EA 7.


2894. Björg EA 7. Sér í 2891. Kaldbak EA 1 til vinstri.


2894. Björg EA 7. Glæsilegt skip.                                      (C) Myndir: Alexander Smári Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1310
Gestir í dag: 444
Flettingar í gær: 1092
Gestir í gær: 456
Samtals flettingar: 2034144
Samtals gestir: 520383
Tölur uppfærðar: 29.9.2020 10:14:08