31.03.2018 19:07

1487. Máni EA 307. TFYL.

Skemmti og hvalaskoðunarskipið Máni EA 307 var smíðaður hjá Skipasmíðastöðinni Skipavík h/f í Stykkishólmi árið 1977. Eik. 47 brl. 365 ha. Caterpillar díesel vél. Hét fyrst Ásbjörg ST 9. Var fyrst í eigu Benedikts S Péturssonar, Daða Guðjónssonar og Guðlaugs Traustasonar á Hólmavík frá sama ári. Endurmældur í desember 1986, mælist þá 50 brl. Nöfnin sem báturinn hefur borið eru, Máni, Númi RE, Númi HF, Númi KÓ, Valdimar SH, Alli Júl ÞH, Ásbjörg RE og Ásbjörg ST. Hefur ekki stundað fiskveiðar síðustu 18 árin. Er nú í eigu Arctic Sea Tours ehf á Dalvík. Glæsilegur bátur. Það var Haukur Sigtryggur Valdimarsson sem sendi mér þessar myndir og þakka ég honum kærlega fyrir þær.

1487. Máni EA 307. TFYL.

Máni á leið í skemmtiferð frá Dalvík.

Máni á leið úr Dalvíkurhöfn.

Skemmtibáturinn Máni EA á Eyjafirði.                         (C) Myndir: Haukur Sigtryggur Valdimarsson.

                 Ásbjörg ST 9

1 júlí sl. afhenti Skipasmíðastöðin Skipavík h.f. í Stykkishólmi nýtt 47 rúmlesta eikarfiskiskip, sem er nýsmíði nr. 15 hjá stöðinni, og hlaut skipið nafnið Ásbjörg ST 9. Skip þetta er byggt eftir sömu teikningu og nýsmíði nr. 14, Kristbjörg ÞH 44 (8. tbl. Ægis '75), hjá umræddri stöð. Eigendur skipsins eru Benedikt Guðjónsson, sem jafnframt er skipstjóri, Daði Guðjónsson og Guðlaugur Traustason, Hólmavík. Fremst í skipinu, undir þilfari, er lúkar en þar fyrir aftan fiskilest, þá vélarúm, káeta og stýrisvélarrúm aftast.
Fremst í fiskilest er ferskvatnsgeymir og keðjukassi, en brennsluolíugeymar eru í síðum vélarúms. Vélarreisn og þilfarshús, aftan til á þilfari, eru úr áli. Aðalvél skipsins er Caterpillar, gerð D 343 TA, sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftirkælingu, sem skilar 365 hö við 1800 sn/mín. Vélin tengist skiptiskrúfubúnaði með niðurfærslugír (4.6:1) frá Fernholt og Giertsen af gerðinni PB 1-43. Skrúfa er 3ja blaða, þvermál 1400 mm.

Ægir. 15 tbl. 1 september 1977.Flettingar í dag: 1652
Gestir í dag: 364
Flettingar í gær: 3151
Gestir í gær: 437
Samtals flettingar: 1957460
Samtals gestir: 495477
Tölur uppfærðar: 7.8.2020 09:09:10