01.01.2019 14:00

Seglskipið Henning EA 5.

Hákarlaskipið Henning EA 5 var smíðað í Noregi árið 1884. Fura. 21,88 brl. Hét áður Jörundur og var í eigu Jörundar Jónssonar (Hákarla-Jörundar) í Syðstabæ í Hrísey. Skipið var gert út á hákarlaveiðar að mestu. Síðar áttu Jörund saman, Jóhannes Davíðsson bóndi í Hrísey og Jakob Valdemar Havsteen kaupmaður og konsúll á Akureyri. Um aldamótin eignaðist Jakob skipið einn og fékk það þá nafnið Henning. 29 ha. Tuxham vél var sett í skipið árið 1915. Var þá gert út á síld og þorskveiðar. Skipið var selt 1920-21, Anton Jónssyni kaupmanni á Akureyri. Í janúar 1932 er Henning kominn í eigu Landsbankans á Akureyri. Selt 13 júní 1932, Sigtryggi Benediktssyni á Akureyri. Talið ónýtt og tekið af skrá árið 1944.

Af Henning er það að segja, að þegar dagar hákarlaveiðanna voru með öllu liðnir, mátti hann enn teljast dágott skip og vel sjófær. Var hann þá gerður að vélskipi og látinn stunda síldveiðar á sumrum. Eru fá ár síðan hann var lagður til hinstu hvíldar. Nú liggur flak hans á Akureyri og eru það hinar einu sýnilegu menjar hákarlaskipa um þær slóðir. Flakið er mjög rytjulegt orðið.

Skútuöldin.
Gils Guðmundsson 1945.


Hákarlaskipið Henning EA 5.                                                               Ljósmyndari óþekktur.
Flettingar í dag: 1779
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 804
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1362771
Samtals gestir: 88786
Tölur uppfærðar: 6.7.2025 22:35:28