04.07.2020 22:39
Landað úr B.v. Svalbak EA 2 á Akureyri á árum áður.
Á ljósmyndinni hér að neðan er verið að landa úr Nýsköpunartogaranum Svalbak EA 2 á Akureyri og það fyrir margt löngu síðan. Þessi vinnubrögð þóttu eflaust sjálfsögð á þeim tíma, fiskinum mokað upp á vörubílspall, íslausum að sjá og keyrt beint í frystihúsið og sturtað á gólfið. Ekki beint til fyrirmyndar það verklag sem þá var, en engu að síður lifði þjóðin á afkomu þessara skipa þótt gæðin væru ekki alltaf upp upp á sitt besta. En svona var þetta bara og þóttu eðlileg vinnubrögð við sjávarsíðuna í denn.

Landað úr togaranum Svalbak EA 2 á Akureyri. Ljósmyndari óþekktur.
Landað úr togaranum Svalbak EA 2 á Akureyri. Ljósmyndari óþekktur.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 25499
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 11453
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 1761887
Samtals gestir: 94067
Tölur uppfærðar: 18.9.2025 22:49:57