16.05.2019 17:11

Minningartaflan í Hafnarfjarðarkirkju.

Í Hafnarfjarðarkirkju er minningartafla sem gefin var af félagi botnvörpueigenda í Hull til minningar um skipverjanna af Hellyerstogaranum Fieldmarshal Robertson H 104 sem fórst í Halaveðrinu í febrúar árið 1925. Einkar falleg tafla sem hangir í kór kirkjunnar. Var hún afhent við hátíðlega athöfn í kirkjunni í nóvember 1926, eða fyrir rúmum 92 árum síðan og hefur hún alla tíð verið í Hafnarfjarðarkirkju eftir því sem ég best veit.


Minningartaflan í kór Hafnarfjarðarkirkju.                                     (C) Þórhallur S Gjöveraa.

       Minningartafla afhjúpuð í                          Hafnarfjarðarkirkju

Sunnudaginn 14. nóv. var afhjúpuð, í Hafnarfjarðarkirkju, tafla sú, sem gerð hefir verið til minningar um menn þá, sem fórust á botnvörpuskipinu Fieldmarshal Robertson, en þeir voru bæði enskir og íslenskir, sem kunnugt er, og eru nöfn þeirra allra letruð á töfluna, en fánar beggja landa, Bretlands og Íslands eru greyptir efst á töfluna. Félag útgerðarmanna botnvörpuskipa í Hull,  ,,The Hull Steam Trawlers Mutual Insurance and Protecting Company Ltd.", hefir gengist fyrir því, að minningartaflan var gerð, og fékk leyfi sóknarnefndarinnar til þess að hún yrði geymd í Hafnarfjarðarkirkju, með því að skipið Fieldmarshal Robertson var gert út frá Hafnarfirði, þegar það fórst. Gefendurnir báðu breska konsúlinn í Reykjavík, hr. Ásgeir Sigurðsson O.B.E. að afhjúpa minningartöfluna í þeirra nafni, og fór sú athöfn fram að viðstöddu miklu fjölmenni, þegar guðsþjónustugerð var lokið. Um leið og breski konsúllinn afhjúpaði minningartöfluna, mælti hann nokkur orð og sagði m. .a. að gefendurnir vildu með þessu varðveita minningu hinna látnu manna og jafnframt sýna ættingjum þeirra og vinum samúð í sorgum þeirra. Eftir það flutti prófasturinn síra Árni Björnsson hjartnæma ræðu og að henni lokinni var sunginn sálmurinn "Hærra minn guð til þín", og var athöfn þessi hin hátíðlegasta og ógleymanleg þeim, sem við voru staddir.

Ægir. 19 árg. 1 nóvember 1926.


Fyrirkomulagsteikning af samskonar skipi og Robertson.

              Þeir sem fórust með                               togaranum Robertson

Einar Magnússon, skipstjóri, Vesturgötu 57.
Björn Árnason, 1. stýrim., Laufásvegi 43.
Sigurður Árnason, 2. stýrim., frá Móum, Kjalarnesi.
Bjarni Árnason, Grund, Kjalarnesi.
Bjarni Eiríksson. bátsm., Hafnarfirði.
Jóhann Ó. Bjarnason. Óðinsgötu. 17 B.
Gunnlaugur Magnússon, Vesturgötu 57.
Einar Helgason, matsv., Patreksfirði.
Anton Magnússon, frá Patreksfirði.
Halldór Guðjónsson. Njálsgötu 36 B.
Erlendur Jónsson, Hafnarfirði.
Þórður Þórðarson, Hafnarfirði.
Tómas Albertsson., frá Teigi í Fljótshlíð.
Sigurjón Guðlaugsson, Hafnarfirði.
Valdemar Kristjánsson, Bræðrabst.24A
Halldór Sigurðsson, Akranesi.
Ólafur Erlendsson, Hafnarfirði.
Ól. Bjarni Indriðason, Patreksfirði.
Árni Jónsson Ísfjörð, Þingh.str. 15.
Jón E. Ólafsson, Keflavík.
Einar Hallgrímsson, Hafnarfirði.
Magnús Jónsson, loftskeytam. Flatey
Jón Magnússon. Grettisgötu 53 A.
Vigfús Elísson, Hafnarfirði.
Óli Sigurðsson, Norðfirði.
Egill Jónsson, Hafnarfirði.
Óskar V. Einarsson, Vesturg. 30.
Kr. Karvel Friðriksson, Reykjavík.
Jóhannes Helgason hjálparmatsveinn, Hafnarfirði.


Englendingarnir sem fórust voru:

Charles Henry Beard, skipstjóri.
Alfred Wright, Stýrimaður.
Fred Bartle, 1 vélstjóri.
William Lowey, 2 vélstjóri.
George S Jackson, kyndari.
John Murray, kyndari.Flettingar í dag: 1533
Gestir í dag: 391
Flettingar í gær: 798
Gestir í gær: 301
Samtals flettingar: 1963985
Samtals gestir: 497385
Tölur uppfærðar: 12.8.2020 14:36:31