22.05.2019 09:13

744. Sigurfari MB 95. TFZK.

Vélbáturinn Sigurfari MB 95 var smíðaður í Skipasmíðastöð Þorgeirs Jósefssonar á Akranesi árið 1940 fyrir Bergþór Guðjónsson skipstjóra og Sigurð Þorvaldsson vélstjóra á Akranesi. Eik. 61 brl. 160 ha. Alpha vél. Ný vél (1943) 193 ha. Allen vél. Árið 1947 fékk Sigurfari skráningarnúmerið AK 95. Ný vél (1953) 200 ha. Hundested vél. Seldur 19 nóvember 1958, Fiskiveri hf á Akranesi, sama nafn og númer. Ný vél (1960) 495 ha. Lister vél. Seldur 27 nóvember 1963, Hilmari Rósmundssyni og Theódór Ólafssyni í Vestmannaeyjum, hét þá Sæbjörg VE 56. 25 september 1969 er Sæbjörg hf í Vestmannaeyjum eigandi Sæbjargar. Ný vél (1970) 425 ha. Caterpillar vél. Seldur 2 desember 1975, Öxl hf í Sandgerði, hét Sigrún GK 380. Endurmældur í júní 1976, mældist þá 64 brl. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 29 mars árið 1982.


Sigurfari MB 95 ný smíðaður á Akranesi árið 1940.                                (C) Haraldur Sturlaugsson.


Sæbjörg VE 56 í innsiglingunni til Vestmannaeyjahafnar.                          Ljósmyndari óþekktur.

           Nýr fiskibátur

Skipið er byggt á skipasmíðastöð Þorgeirs Jósefssonar á Akranesi. Yfirsmiður, Eyjólfur Gíslason, skipasmíðameistari, Reykjavík. Stærð: Lengd 65,8 fet. Breidd 17,1 fet. Dýpt 8,8 fet. Rúmmál 61,41 smálest brúttó. Djúprista án farms 7 fet, fullfermt 10 fet. Byggður úr eik. Innrétting: Hásetaklefi með 14 hvílum, lestarrúm, vélarrúm, skipstjóraklefi með 2 hvílum. Aflvél: Alpha dieselmótor 140 /160 ha. Burðarmagn skipsins ca. 75 smálestir. Kostnaðarverð 115 þúsund krónur. Styrkur frá Fiskimálanefnd kr. 21,350.00.
Eigendur: Bergþór Guðjónsson skipstjóri og Sigurður Þorvaldsson vélstjóri, báðir ungir og efnilegir menn, til heimilis á Akranesi, fæddir og uppaldir þar. Báturinn stundar nú þorskveiðar með línu, í venjulega 7-8 daga veiðiferðum. Ætlar að stunda síldveiði á sumri komandi. Svo er og hugsað til að fá "troll" útbúnað á bátinn og ef til vill fleiri tegundir veiðarfæra, ef heppni leyfir og tilefni gefast. "Víkingur" óskar eigendunum til hamingju með bátinn.

Sjómannablaðið Víkingur. 5-6 tbl. 1 mars 1940.


Flettingar í dag: 1763
Gestir í dag: 380
Flettingar í gær: 3151
Gestir í gær: 437
Samtals flettingar: 1957571
Samtals gestir: 495493
Tölur uppfærðar: 7.8.2020 09:40:28