18.07.2019 20:24

Á Norðfirði í skugga styrjaldar sumarið 1939.

Kveldúlfstogari leitar hafnar í Neskaupstað sumarið 1939. Ekki veit ég hvort styrjöldin er hafin og togarinn komið inn á Norðfjörð að kaupa bátafisk til að sigla með til Englands, það er spurning. Norðfirðingar áttu á þessum tíma togarann Brimi NK 75 sem var í eigu Togarafélags Neskaupstaðar. En Norðfirðingar seldu togarann burt í ágúst árið 1939, (korter í stríð), Skúla Thorarensen (Helgafelli) í Reykjavík. Ef Norðfirðingum hefði haldist betur á útgerð togarans örlítið lengur, þá hefði stríðsgróðinn heldur betur gert góða hluti fyrir byggðarlagið allt í heild sinni. Ásýnd bæjarins orðið allt önnur en raun bar vitni. En hver er togarinn, hann er Kveldúlfstogari örugglega. Bátarnir í forgrunni myndarinnar eru, Hilmir NK 34, smíðaður í Noregi árið 1927. Hinn báturinn sem er nær er, er Gyllir NK 49, smíðaður í Neskaupstað árið 1931. Ég segi ekki neitt en beini spurningunni til Birgis Þórissonar, þess manns sem veit mest um sögu gömlu gufutogaranna okkar. Birgir er einn mesti sérfræðingur okkur um sögu þeirra, hver er togarinn ??


Á Norðfirði sumarið 1939.                                                                               (C) Salgerður Jónsdóttir.
Flettingar í dag: 575
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 906
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 719302
Samtals gestir: 53455
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 13:00:54