16.10.2019 22:05

2944. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211. TFDD.

Uppsjávarveiðiskipið Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 var smíðuð hjá Vakaru Baltijos í Klaipeda í Litháen og skipið síðan klárað hjá Karmsund Maritime Service A/S í Kopervik í Noregi árið 1999. 1.773 bt. 5.220 ha. MaK 8M32 vél, 3.480 Kw. Smíðanúmer 14. Hét fyrst Ventla H-40-AV og var í eigu Ventla A/S í Torangsvag í Noregi. Frá júlí 2013 hét skipið Ventla ll. Skipið var selt í febrúar 2015, Arctic Prime Fisheries ApS í Qaqortoq á Grænlandi, fékk nafnið Qavak GR 2 1. Selt í september 2017, Eskju hf á Eskifirði. Fékk nafnið Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 er gert út af Eskju hf á Eskifirði í dag. Sannarlega fallegt skip. Ég tók þessar myndir af Guðrúnu í morgun þegar hún lá við Grandagarðinn í Reykjavíkurhöfn.


2944. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211.


2944. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211.


2944. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211.                              (C) Þórhallur S Gjöveraa. 16 október 2019.

     Guðrún Þorkelsdóttir SU 211

Eskja á Eskifirði tók í byrjun september á móti nýju skipi sem fengið hefur nafnið Guðrún Þorkelsdóttir. Skipið hefur þegar farið í fjórar veiðiferðir.
Skipið er upphaflega smíðað í Noregi árið 1999 og var gert út frá Bergen undir nafninu Vendla til ársins 2015. Það var þá selt til dótturfélags Brims í Grænlandi og hét Qavak.

Qavak gekk síðan upp í kaupin að hluta þegar grænlenska útgerðin keypti Aðalstein Jónsson af Eski fyrr á árinu.
Skipið er tæp 1800 brúttótonn, 68.1 metrar að lengd og 12,6 metrar að breidd. Skipið landaði síðast á Eskifirði á miðvikudag. Uppistaðan í aflanum voru 1500 tonn af kolmunna.
Með tilkomu Guðrúnar má segja að fjölskyldan sé sameinuð á ný en foreldrar Aðalsteins, stofnanda Eskju, hétu Guðrún Þorkelsdóttir og Jón Kjartansson. Nokkur ár eru hins vegar síðan skip með Guðrúnarnafninu voru í flota fyrirtækisins.
Hjálmar Ingvason er skipstjóri á Guðrúnu Þorkelsdóttur.

Austurfrétt. 23 október 2017.


Flettingar í dag: 245
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 426
Gestir í gær: 129
Samtals flettingar: 2392289
Samtals gestir: 622010
Tölur uppfærðar: 21.9.2021 14:04:29