27.10.2019 11:19

1137. Barði NK 120 í slipp í Neskaupstað.

Skuttogarinn Barði NK 120 var stærsta skip sem tekið var upp í slipp Dráttarbrautarinnar hf í Neskaupstað meðan hún var og hét. Ég man vel eftir því þegar hann var tekin upp fyrst í september árið 1971 og hvað maður þótti hann stór. Hann fyllti nánast upp í eyrina. Hann þætti ekki stór í dag, enda var Barðinn barn síns tíma. Togarinn var smíðaður hjá Ateliers et Chantters de la Manghe í Dieppe í Frakklandi árið 1967. 328 brl. 1.200 ha. Deutz vél, 675 Kw. Hét áður Mousson. Barði var fyrsti skuttogari Norðfirðinga og sjálfsagt landsmanna allra. Hann hóf veiðar 11 febrúar árið 1971.


Barði NK í slipp Dráttarbrautarinnar hf í Neskaupstað.                 (C) Guðmundur Sveinsson.


Barði NK að koma til löndunar í Neskaupstað með fullfermi.            (C) Guðmundur Sveinsson.

             Barði NK 120 í slipp

Barði kom úr veiðiferð á föstudag í fyrri viku með um 114 tonn. Hefur þá skipið fengið um 2.200 tonn síðan það hóf veiðar um miðjan febrúar. Skipið hefur ekki farið út aftur eftir losun fyrir helgina, vegna viðgerða og lagfæringa. Í gær fór það í slipp til botnhreinsunar og málunar og er stærsta skip, sem tekið hefur verið í slipp í Neskaupstað.
Að því er verulegt hagræði og sparnaður fyrir útgerðina, að hægt er að taka Barða hér í slipp. Fyrir áhöfnina er það líka miklu hagkvæmara og Dráttarbrautin fær við þetta aukin viðskipti. Sem sagt: Allir aðilar hagnast á þessu og er það gott. Barði fer væntanlega til veiða aftur um miðja næstu viku.

Austurland. 24 september 1971.


Flettingar í dag: 710
Gestir í dag: 261
Flettingar í gær: 1610
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 1952272
Samtals gestir: 494573
Tölur uppfærðar: 5.8.2020 10:00:25