31.10.2019 19:31

Reykjavíkurhöfn í dag.

Alltaf mikið um að vera í Reykjavíkurhöfn. Tók hafnarrúntinn góða í góða blíðuveðrinu í dag. Fjölveiðiskipið Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 komið í slippinn og fer væntanlega þaðan í rétta litnum. Vigri RE 71 að landa afla sínum, og einnig var Akurey AK 10 komin inn til löndunar. Höfrungur lll AK 250 kominn niður og vel skveraður. Öll eru þau hin glæsilegustu skip.


2944. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 í slippnum í dag.


2184. Vigri RE 71 við bryggju í Örfirisey.


2890. Akurey AK 10 við bryggju í Örfirisey. Vigri RE 71 fjær.


1902. Höfrungur lll AK 250 við Bótarbryggjuna.                 (C) Þórhallur S Gjöveraa. 31 október 2019.
Flettingar í dag: 332
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 830
Gestir í gær: 271
Samtals flettingar: 1688353
Samtals gestir: 438252
Tölur uppfærðar: 14.12.2019 09:50:07