12.12.2019 21:53
B. v. Ingólfur Arnarson RE 201 í smíðum í Englandi.
Nýsköpunartogarinn Ingólfur Arnarson RE 201 fyrir framan verksmiðju Charles D Holmes í Hull, sem smíðuðu vélina og ketilinn í togarann. Ljósmyndari óþekktur.
B.v. Ingólfi Arnarsyni RE 201 hleypt af stokkunum 18 maí 1946.
Útlitsteikning af Ingólfi Arnarsyni RE 201. Teiknari óþekktur.
Fyrsta nýja
togaranum hleypt
af stokkunum á Englandi
Á laugardaginn var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöð í
Selby á Englandi, fyrsta togaranum, sem þar er smíðaður á vegum íslenzku
ríkisstjórnarinnar. Á togari þessi að fara til Reykjavíkur, og verður fyrsti
togarinn, sem til landsins kemur af þeim 30, sem samið hefur verið um smíði á í
Bretlandi. Meðal þeirra, sem viðstaddir voru þá athöfn er togaranum var hleypt
af stokkunum, var Jón Axel Pétursson bæjarfulltrúi og kona hans frú Ástríður
Einarsdóttir, og skírði hún togarann; hlaut hann nafnið "Ingólfur
Arnarson". Jón Axel fór utan nýlega í erindum ríkisstjórnarinnar og fór
kona hans með honum þeirra erinda að gefa hinum nýja togara nafn. Bæjarstjórn
Reykjavíkur hefur ákveðið að gefa einstaklingum og félögum kost á því að ganga
inn í kaupsamninga um togara þá, er bærinn fær, að undanskyldum tveimur beirra.
Alþýðublaðið. 21 maí 1946.