30.05.2020 20:37

Þýska farþegaskipið Bremen.

Hraðskipið Bremen var smíðað hjá Deutsche Schiff-und Maschinenbau-Aktiengesellschaft. A.G. í Bremen í Þýskalandi á árunum 1928-29. 51.731 brl. Skipið hafði fjórar Getriebe túrbínuvélar með samtals 135.000 hestafla orku og í skipinu voru 20 olíukynntir katlar. Það var 286 metrar á lengd, 31 meter á breidd og djúprista var 10,5 metrar. Ganghraði skipsins var 28 sjómílur á klukkustund. Í áhöfn skipsins var um 1.000 manns, en skipið hafði rúm fyrir um 1.900 farþega, 540 á fyrsta farrými, 506 á öðru farrými og 836 á þriðja farrými.
Skipið var í eigu Norddeutscher Loyd í Bremen og þar var heimahöfn þess. Skipið fór alls um 190 ferðir á milli Bremerhaven og New York, auk nokkura skemmtiferða um suðurhöfin. "Bremen" hélt "bláa bandinu" um fjölda ára, þrátt fyrir harða samkeppni fjölmargra úthafsrisa annara þjóða. Hinn 16 mars árið 1941 kom upp eldur í skipinu. Tvennum sögum fer af endalokum þessa mikla skips þjóðverja. Þjóðverjar segja skipið hafa orðið loftskeytaárásum bandamanna að bráð á Weser fljóti hinn 16 mars árið 1941. Hin sagan er að skipsdrengurinn Gustav Schmidt hafi kveikt í skipinu. Síðdegis þennan sama dag hafi hann fengið löðrung frá einum bátsmanninum. Í hefndarskyni hafi hann kveikt í dýnustöflum sem geymdar voru í skotfærageymslunni. En hvað öllum heimildum líður, var skipið dregið inn til Bremerhaven þar sem enn má sjá í leyfar þessa mikla skips.


Bremen á siglingu.                                                                                  Ljósmyndari óþekktur.


Ein af 4 Getriebe túrbínum skipsins.                                                       Ljósmyndari óþekktur.


Í vélarrúmi skipsins.                                                                                  Ljósmyndari óþekktur.


Bremen í smíðum.                                                                                    Ljósmyndari óþekktur.


Bremen leggst að bryggju í New York árið 1935.                                          Ljósmyndari óþekktur.


Útlitsteikning af Bremen.


Líkan af farþegaskipinu Bremen.                                                         (C) Savy Boat Models.
Flettingar í dag: 596
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 858
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 698993
Samtals gestir: 52775
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 10:39:52