29.09.2015 21:18

Sviði GK 7.TFPC.

Sviði GK 7.Smíði númer 231 hjá Ferguson Shipbuilders í Glasgow í Skotlandi árið 1918 fyrir Breska flotann,hét Nicholas Dean.328 brl.650 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur Gournay-Delpierra & Cie í Boulougne í Frakklandi árið 1923,hét hjá þeim Notre Dam.Seldur Boston Deep Sea Fishing & Ice Co í Grimsby árið 1925.Togarinn hét Willougby hjá þeim.Seldur Sviða h/f í Hafnarfirði árið 1928,hét Sviði GK 7.Togarinn var talinn hafa farist í Kolluál út af Öndverðarnesi á Snæfellsnesi,2 desember 1941 með allri áhöfn 25 mönnum.                                                                                                                                          Ljósm: Óþekktur.

Myndin hér að neðan er af togaranum Sviða GK 7 ásamt fleiri skipum í slippnum í Reykjavík í júlímánuði árið 1941.Togarinn fórst svo 5 mánuðum seinna með allri áhöfn.Myndin er ein fárra litljósmynda sem til eru frá þessum tíma. 

          Ljósm: Óþekktur.Myndin er úr Bandaríska Þjóðskjalasafninu.

Flettingar í dag: 428
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 681
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 723774
Samtals gestir: 53714
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 12:29:08