18.10.2015 11:29

Ari RE 147.TFHD.

Ari RE 147 var smíði númer 735 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1920 fyrir Fiskveiðahlutafélagið Ara fróða í Reykjavík.321 brl.600 ha 3 þjöppu gufuvél.Togarinn var seldur Fiskveiðahlutafélaginu Kára,Viðey,í janúar 1928,hét þar Ari GK 328.Árið 1932 er Útvegsbanki Íslands eigandi skipsins,hét þá aftur Ari RE 147.Seldur í september árið 1932,Ólafi Jóhannessyni & Co h/f á Patreksfirði,hét Leiknir BA 167.Togarinn sökk út af Vestfjörðum 2 október 1936.Áhöfnin,15 menn bjargaðist um borð í togarann Gylfa BA 77 frá Patreksfirði.

                                                                                                          Ljósm: Magnús Ólafsson.
Flettingar í dag: 533
Gestir í dag: 95
Flettingar í gær: 539
Gestir í gær: 117
Samtals flettingar: 1774732
Samtals gestir: 459241
Tölur uppfærðar: 22.2.2020 18:11:29