30.10.2015 09:39

Ingólfur Arnarson RE 153.LBMW.

Ingólfur Arnarson RE 153 var smíði númer 540 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1912 fyrir P.J.Thorsteinsson og Fiskveiðafélagið Hauk í Reykjavík.306 brl.520 ha.3 þjöppu gufuvél.Árið 1914-15 er Fiskveiðafélagið Haukur eigandi skipsins.Togarinn var seldur til Grimsby árið 1917,hét þar Nebris GY 84.Seldur árið 1923,S.A. P cheries Ostendaises í Belgíu,hét Nebris O 104.Seldur aftur til Grimsby,10 apríl 1924,Consolidated Steam Fishing & Co,nafn og númer óþekkt,gæti hafa verið sama nafn.Togarinn var seldur í brotajárn árið 1936 -37.
                                                                                                                Ljósm: Magnús Ólafsson.

Árið 1912 tók Pétur ásamt sjö öðrum þátt í stofnun Fiskveiðafélagsins Hauks í Reykjavík og var Pétur framkvæmdastjóri.Félagið lét reisa bryggju og ýmsar byggingar við Reykjavíkurhöfn.Félagið lét smíða í Bretlandi togara sem fékk nafnið Ingólfur Arnarson RE 153.Var þetta stærsti togarinn á þessum tíma sem Íslendingar höfðu eignast.
Flettingar í dag: 768
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 725300
Samtals gestir: 53799
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 17:10:04