10.11.2015 14:22

Skallagrímur RE 145.LBMH.

Skallagrímur RE 145 var smíði númer 158 hjá Dundee Shipbuilding & Co Ltd í Dundee árið 1905 fyrir Alec Black í Grimsby,hét Gloria GY 78.258 brl.500 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur V.M.Gloria í Ijmuiden í Hollandi,hét Gloria IJM 60.Seldur 1909,Pécheries Glorie í Boulogne í Frakklandi,hét Glorie B 1120.Seldur í júní sama ár,South Western Steam Fishing Co Ltd í Fleetwood,hét Glorie FD 102.Seldur í janúar árið 1912,h/f Kveldúlfi í Reykjavík,hét Skallagrímur RE 145.Seldur árið 1920,George Hall í Grimsby,hét Pelham GY 1088.Togarinn gekk kaupum og sölum næstu árin,m.a.í eigu nokkurra banka á Englandi.Síðustu eigendur hans voru,Earl Steam Fishing Co Ltd í Grimsby og Fishing Vessel Brokers Ltd í Hull.Seldur til Hollands og rifinn þar,25 janúar árið 1939.
                                                                                  Ljósmyndari óþekktur,mynd á gömlu póstkorti.

Skallagrímur RE 145 var fyrsti togarinn sem Útgerðarfélagið Kveldúlfur í Reykjavík keypti.h/f Kveldúlfur var stofnað,23 mars árið 1912 og átti eftir að verða stærsta útgerðarfélag landsins fram yfir árið 1940.
Flettingar í dag: 1038
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 725570
Samtals gestir: 53821
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:38:02