11.11.2015 13:01

Gylfi BA 77.TFUC.

Gylfi BA 77 var smíði númer 554 hjá Deutsche Schiffs und Maschinenbau A.G.Seebeck Wesermunde (Bremerhaven) í Þýskalandi árið 1936 fyrir MacLane Ltd í London (Leverhulme Ltd),fær nafnið Northern Chief LO 165.620 brl.1000 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur 9 október 1937,Northern Trawlers Ltd í London (H.Markham Cook í Grimsby).Tekinn í þjónustu breska sjóhersins,28 ágúst 1939 og er þar þangað til honum er skilað til baka í febrúar 1946.Ídesember árið 1946 er hann skráður í Grimsby sem Northern Chief GY 445.Seldur í febrúar 1947,h/f Gylfa á Patreksfirði,fær nafnið Gylfi BA 77.Seldur 1950,Ludwig Janssen & Co í Wesermunde í Þýskalandi,hét þar Island BX 536.Seldur árið 1957,W.Ritscher í Hamborg í brotajárn og rifinn þar,15 júlí 1957.Gylfi var einn af þremur "Sáputogurum"sem keyptir voru til landsins eftir seinni heimstyrjöldina.
                                                                                                               Ljósmyndari óþekktur.
Flettingar í dag: 115
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1058
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 725705
Samtals gestir: 53826
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 00:42:36