17.11.2015 11:27

Grímsnes. LBQM.

Grímsnes var smíðað hjá Great Grimsby Coop.Box & Fish Carr.Co Ltd í Grimsby árið 1891.Hét áður  Brazilian GY 888.Stærð ókunn en hafði 50 ha.Triple Expansion vél.Kom til landsins árið 1899.Eigandi var Fiskeri & Handels Aktieselskabet Isafold í Reykjavík (Vídalínsútgerðin) kennd við Jón Vídalín konsúl.Togarinn var seldur J.R.Oswald í Milford Haven á Englandi árið 1900.
                                                                        Ljósmyndari óþekktur.(C) mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

Vídalínsútgerðin var stærst í sniðum þeirra útgerðarfyrirtækja,sem stofnuð voru með erlendu fjármagni á Íslandi árið 1899.Félagið var stofnað 5 apríl 1899 og hét á Dönsku,Fiskeri & Handels Aktieselskabet Isafold en var oftast kallað Vídalínsútgerðin,stundum þó Ísafoldarfélagið.Félagið gerði út 6 togara þegar mest var og mun þessi útgerð hafa gengið brösulega samkvæmt heimildum.Skipin hétu Akranes,Brimsnes,Enganes,Fiskines og Grímsnes.En nafnið á því sjötta veit ég ekki.Togarinn Enganes mun hafa strandað við Grindavík,3 október 1899 og eyðilagst.Aðeins hafa tvö útgerðarfélög rekið fleiri skip í einu á Íslandi,það var h/f Kveldúlfur á árunum milli stríða og Bæjarútgerð Reykjavíkur eftir síðari heimstyrjöld.
Flettingar í dag: 710
Gestir í dag: 261
Flettingar í gær: 1610
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 1952272
Samtals gestir: 494573
Tölur uppfærðar: 5.8.2020 10:00:25