19.11.2015 21:48

Lord Nelson RE 140.LCDF.

Lord Nelson RE 140 var smíði no:807 hjá Smith´s Dock Co Ltd í North Shields á Englandi árið 1906 fyrir J.E.Rushworth Ltd í Grimsby,hét Lord Nelson GY 194.273 brl.75 ha.Triple Expansion vél.Seldur í janúar 1910,Fiskveiðahlutafélaginu Íslandi í Reykjavík.Hét Lord Nelson RE 140.Togarinn sökk,11 nóvember 1910,eftir árekstur við togarann Northam A 652 frá Aberdeen út af Peterhead við Skotlandsstrendur.Áhöfnin bjargaðist öll heil á húfi á síðustu stundu um borð í togarann Marz RE 114,sem einnig var í eigu sömu útgerðar.
                                                                                                       (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

Það má geta þess að togararnir Lord Nelson og Marz voru á leið heim eftir söluferð til Bretlands,Nelson seldi í Hull fyrir 500 sterlingspund og Marz í Grimsby fyrir 609 pund og þóttu það bara góðar sölur í þá daga.Skipstjóri á Nelson var Hjalti Jónsson,betur þekktur sem Eldeyjar-Hjalti og Þórarinn Olgeirsson var með Marz.Hjalti lagði af stað heimleiðis nokkru á undan Marz,en þar sem Marz var mun gangmeira skip en Nelson,þá dró fljótt saman með þeim.Þegar Marz kom að Nelson,þá lá hann við ankeri og var að því kominn að sökkva,en togarinn sem sigldi á hann,sigldi burt.Þegar björguninni var lokið og Lord Nelson sokkinn í sæ setti Marz aftur á ferð með stefnu til Íslands.Eftir skamma siglingu urðu skipverjar á Marz varir við togara þann sem siglt hafði á Nelson.Lá hann alllangt frá staðnum,og enga tilburði sýndu skipverjar á honum til hjálpar.Mikil málaferli risu út af árekstri þessum.
Fóru þau að mestu fram í Aberdeen og þrjóskaðist tryggingafélag Northam lengi vel að greiða Íslandsfélaginu vátrygginguna sem var 120 þúsund krónur.Fór þó svo að lokum að það varð að inna greiðsluna af hendi.Þórarinn Olgeirsson var síðar heiðraður af Íslandsfélaginu fyrir björgunina og fært að gjöf vandað gullúr með áletruðum þakkarorðum Hjalta Jónssonar og áhafnar hans.


 
Flettingar í dag: 710
Gestir í dag: 261
Flettingar í gær: 1610
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 1952272
Samtals gestir: 494573
Tölur uppfærðar: 5.8.2020 10:00:25