23.11.2015 22:15

Snæfell NS 1.LBQW.

Snæfell NS 1 var smíðað hjá Erless & Co Ltd í Hull á Englandi árið 1884,hét Albatros SR 2 áður.Eigandi var Fiskiveiðahlutafélagið Garðar á Seyðisfirði frá ágúst 1899.235 brl.Gufuvél,stærð ókunn.Togarinn var seldur til Englands árið 1902.

                                           Albatros SR 2.Myndin er tekin á Akureyri árið 1899.Ljósmyndari óþekktur.

Ég hef lítið sem ekkert fyrir mér að þessi togari sé Snæfell sem gert var út af Garðari á Seyðisfirði á árunum 1899 til 1902.Í rauninni er það bara myndin sem kom mér á sporið.Hluti af þessum upplýsingum er í 5 bindi,bókaflokksins,Íslensk skip eftir Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð,og þar segir ennfremur um skip sem hét Albatros NS,sem smíðað var í Englandi árið 1894,141 brl.og að eigandi hafi verið Garðar á Seyðisfirði,og að skipið hafi verið í eigu Norska Fiskiveiðafélagsins á Seyðisfirði.Forsvarsmaður þess félags var Imsland kaupmaður á Seyðisfirði.Engar frekari upplýsingar þar á bæ.Það er vonandi einhver sem les þessar línur mínar hér að ofan sem getur fyllt upp í eyðurnar hjá mér.Það er eins og að leita af nál í heystakk að finna upplýsingar um þessi gömlu skip.En nú eru flestir af gömlu kolakynntu gufutogurunum komnir inn hér á síðuna,en ég hef upplýsingar um nokkra enn,en það vantar bara myndirnar af þeim.Vonandi koma þær með þessu grúski hjá mér einhvern tímann í leitirnar.Hér eftir mun ég birta myndir af öllum tegundum skipa,gömulum og nýjum,flökum,kaupskipum og nánast af allri flórunni eins og aðrir gera.Bestu kveðjur til ykkar félagar.!
Flettingar í dag: 1577
Gestir í dag: 399
Flettingar í gær: 798
Gestir í gær: 301
Samtals flettingar: 1964029
Samtals gestir: 497393
Tölur uppfærðar: 12.8.2020 15:09:04