27.12.2015 09:36

Nýsköpunartogarar Norðfirðinga og togarinn Gerpir NK 106 í smíðum.

Togarinn Goðanes NK 105 í smíðum hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1947. Eftir sjósetningu skipsins,16 september sama ár eins og sést á myndinni var honum fleytt niður til Hull þar sem vélbúnaði og öðru var komið fyrir og lokið við smíðina þar. Togarinn var afhentur eigendum sínum,Goðanesi h/f í Neskaupstað,18 desember. Goðanes kom til heimahafnar í fyrsta sinn á annan dag jóla árið 1947.

Goðanes NK 105.        Mynd úr: Norðfjörður,saga útgerðar og fiskvinnslu. Smári Geirsson. Útg: 1983.

Nýsköpunartogarinn Egill rauði NK 104 í smíðum hjá Alexander Hall & Co Ltd í Aberdeen í Skotlandi haustið 1946.

Egill rauði NK 104.                                                           (C) Mynd: Hafliði Óskarsson// togarar.123.is

Nýsköpunartogaranum Agli rauða NK 104 hleypt af stokkunum hjá Alexander Hall & Co Ltd í Aberdeen í Skotlandi,24 janúar 1947.

Egill rauði NK 104. Mynd úr: Norðfjörður,saga útgerðar og fiskvinnslu.
Smári Geirsson. Útg: 1983.

Togarinn Gerpir NK 106 í smíðum hjá A/G Weser Werk í Bremerhaven í V-Þýskalandi árið 1956. Glæsilegt skip og einn af fallegri togurum Íslendinga fyrr og síðar.

130. Gerpir NK 106. TFEC. Mynd úr: Norðfjörður,saga útgerðar og fiskvinnslu. Smári Geirsson. Útg:1983.
Flettingar í dag: 1055
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 1170
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 720952
Samtals gestir: 53531
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 15:36:28