26.01.2016 19:53

Flak togarans Egils rauða NK 104 undir Grænuhlíð.

Í dag eru rétt 61 ár frá því að Nýsköpunartogarinn Egill rauði NK 104 frá Neskaupstað strandaði undir innra horni Grænuhlíðar, Teistanum sem er um 1,8 sjómílu utan við Sléttu í Jökulfjörðum. Egill rauði var smíði númer 716 hjá Alexander Hall & Co Ltd í Aberdeen í Skotlandi árið 1947. Hann var 656 brl. að stærð. Kom til heimahafnar í fyrsta sinn, 12 júlí sama ár. Það er ekki ætlun mín að rekja sögu þessa strands hér því hún er flestum kunn. Þetta hörmulega sjóslys er mér nokkuð skylt því faðir minn heitinn var skipverji  á togaranum í þessari örlagaríku sjóferð sem endaði undir hömrum Grænuhlíðar. Vil ég heldur með þessari færslu heiðra minningu þeirra 5 skipverja sem fórust og einnig þeirra sem björguðust en eru fallnir frá. Tveir menn eru enn á lífi af áhöfn Egils, Færeyingurinn Egin Örvarodd háseti og Guðmundur Arason bátsmaður. Myndirnar hér að neðan eru af flaki togarans og teknar eftir að óveðrinu slotaði. Þær tala sínu máli um örlög hans.


Flak Egils rauða undir Grænuhlíð.                                                   (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa.


Skipbrotsmennirnir af Agli rauða. Myndin er tekin á skrifstofu S.V.F.Í í Reykjavík. Þeir eru frá vinstri talið í efstu röð.;

Símun Elías Christiansen háseti Þórshöfn. 2.Sigurd Hentze háseti Skopun. 3.Jallgrim Nielsen háseti Þórshöfn. 4.Adrian Hentze háseti Skopun. 5.Karl Tausen háseti Rúnavík. 6.Hildebjart Olsen háseti Skálavík. 7.Berg Nielsen háseti Þórshöfn. 8.Símun Joensen háseti Gjógv. 9.Hilmar Larsen háseti Dal.
Miðjuröð frá vinstri:
1.Axel Óskarsson loftskeytamaður Neskaupstað. 2.Vittus Zachariasen háseti Sandi. 3.Olavur Joensen háseti Skopun. 4.Marteinn Hjelm háseti Neskaupstað. 5.Johannes Jacobsen háseti Rúnavík. 6.Leivur Clementsen háseti Skopun. 7.Johan Peter Petersen háseti Skálavík. 8.Tórálvur Mohr Olsen háseti Sandi. 8.Vilmundur Guðbrandsson bræðslumaður Neskaupstað.
Fremst frá vinstri:
1.Evald Viderö háseti Sandi. 2.Helgi Jóhannsson matsveinn Neskaupstað. 3.Guðjón Marteinsson 1 stýrimaður Neskaupstað. 4.Guðmundur Ísleifur Gíslason skipstjóri Neskaupstað. 5.Pétur Hafsteinn Sigurðsson 2 stýrimaður Neskaupstað. 6.Sófus Gjöveraa háseti Neskaupstað. 7.Egin Örvarodd háseti Sandi. 8.Olrik Christiansen háseti Þórshöfn. 9.Einar Hólm 2 vélstjóri Eskifirði. Á myndina vantar Guðmund I Bjarnason 1 vélstjóra og Guðmund Arason bátsmann Reykjavík.Þeir sem fórust hétu:
Stefán Einarsson 3 vélstjóri Neskaupstað.
Atli Stefánsson Kyndari Neskaupstað
Hjörleifur Helgason kyndari Neskaupstað.
Magnús Guðmundsson háseti Fáskrúðsfirði.
Sófus Skoralíð háseti Dal í Færeyjum.

Strandstaður Egils rauða. Ég tók þessa mynd í ferð þangað 25 júní árið 2005.

 Togarinn  Egill rauði NK 104.                                                         Ljósm: Guðbjartur Finnbjörnsson.     

Það má geta þess að í óveðri þessu fórust einnig tveir breskir togarar um 90 sjómílur norður af Horni, það voru togararnir Lorella H 455 og Roderigo H 135 frá Hull. Það hefur ávallt verið talað um mannskaðaveðrið mikla, 26 janúar 1955, enda orð að sönnu því þennan dag fórust 45 sjómenn, og flestir þeirra á besta aldri. Hér fyrir neðan læt ég fylgja með myndir af bresku togurunum sem fórust.

        Togarinn Roderigo H 135.                                                                             (C) Mynd: James Cullen.

      Togarinn Lorella H 455.                                                                          (C) Mynd: James Cullen.

Flettingar í dag: 794
Gestir í dag: 276
Flettingar í gær: 1610
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 1952356
Samtals gestir: 494588
Tölur uppfærðar: 5.8.2020 10:46:27