25.02.2016 21:35

1152. Lax lll RE.

Lax lll RE var smíðaður hjá Bátalóni h/f í Hafnarfirði árið 1971. Eik og fura 11 brl. 98 ha. Powa Marine díesel vél. Hét fyrst Hrönn KE 48. Eigendur hans voru Pétur Guðmundsson og Gestur Hallbjörnsson í Keflavík frá 2 apríl 1971. Seldur 20 október 1972, Pálma Magnússyni á Patreksfirði, báturinn hét Magnús Jónsson BA 35. Seldur 4 mars 1977,Vigfúsi Vigfússyni, Þór Vigfússyni og Pétri Arnari Vigfússyni í Reykjavík, báturinn hét Þórunn Jónsdóttir RE 101. 8 desember árið 1977 voru skráðir eigendur Þór Vigfússon á Dalvík og Vigfús Vigfússon í Reykjavík, báturinn hét Þórunn Jónsdóttir EA 205. Seldur 6 júní 1980, Gunnari Karlssyni í Keflavík, hét þá Þórunn Gunnarsdóttir KE 207. Seldur 15 október 1981 Preben Willy Níelsen í Keflavík, hét Særós KE 207. Seldur 29 júní 1983 Kristni S Kristinssyni og Þorgeiri Þorbjörnssyni í Kópavogi. Seldur 12 október 1987 Halldóri Rafni Ottóssyni í Þorlákshöfn, báturinn hét Sif ÁR 207. Seldur 21 nóvember 1989 Íslenska fiskeldisfélaginu h/f í Reykjavík, báturinn hét Lax lll RE og var skráður sem vinnubátur í Reykjavík 1997. Báturinn var tekin af skrá 22 desember 1998. Flak bátsins má sjá í fjörunni út í Geldingarnesi að sunnan verðu rétt vestan við grandann út í nesið. Þar hefur hann verið í vel á annan áratug eftir því sem ég best veit.


1152. Lax lll RE í fjörunni í Geldingarnesi í morgun.


Lax lll RE. Grindverkið af bakkanum fyrir framan bátinn.


Vél bátsins, 98 ha. Powa Marine díesel vél árgerð 1971.


Horft fram í lúkarinn. Enn má sjá eitthvað af kjölfestu bátsins b.b. megin.


Vélarrúmið. Olíutankurinn og vélin.


Flakið er orðið ansi lúið.


Hann á nú ekki mikið eftir blessaður. Þetta voru virkilega fallegir bátar og sorglegt hvað lítið er eftir af þeim.


Teikning af nýsmíði nr: 383 hjá Bátalóni h/f í Hafnarfirði, teiknuð 20 september 1969. Ég fékk þessa teikningu hjá Siglingamálastofnun fyrir mörgum árum.

                                                                          (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. 25 febrúar 2016.
Flettingar í dag: 1164
Gestir í dag: 322
Flettingar í gær: 798
Gestir í gær: 301
Samtals flettingar: 1963616
Samtals gestir: 497316
Tölur uppfærðar: 12.8.2020 05:21:57