23.03.2016 21:12

Málverk af Nýsköpunartogara.

105. Bjarnarey VE 11. TFLE. Smíði no: 207 hjá John Lewis  & Sons Ltd í Aberdeen í Skotlandi árið 1948. 660 brl. 1.000 ha. 3 þjöppu gufuvél. Eigandi var Bæjarútgerð Vestmannaeyja í Vestmannaeyjum frá 20 apríl 1948. 7 febrúar 1953 fór fram nafnabreyting á skipinu, hét þá Vilborg Herjólfsdóttir VE 11. Skipið var selt 26 mars 1955 Norðlendingi h/f á Ólafsfirði, hét Norðlendingur ÓF 4. Seldur 12 september 1962, Útgerðarfélagi Akureyringa h/f á Akureyri, hét Hrímbakur EA 5. Togarinn var seldur í brotajárn og tekin af skrá árið 1970.


Nýsköpunartogarinn Bjarnarey VE 11.                                                  Málverk eftir George Wiseman.

Það er eins og það hafi hvílt einhver bölvun yfir þessu skipi frá upphafi. Bjarnarey var talin óvenju blaut og þar af leiðandi fórust margir menn af því. Óvenju mikið var um að fiskur sem kom úr lestum skipsins væri lélegur eða jafnvel ónýtur sem fór beint í gúanó. Þegar togarinn var seldur Norðlendingi á Ólafsfirði, sem var sameignarfélag þriggja bæjarfélaga, auk Ólafsfjarðar voru Húsavík og Sauðárkrókur í þessu kompaníi. Var togarinn þá gjarnan nefndur"Óli húskrókur"af gárungunum en nafnið vísar í bæjarfélögin sem gerðu hann út. Í gegn um tíðina virðist togarinn hafa skapað mikla armæðu eigendum sínum til handa. Lá lengi í reiðileysi á Akureyri áður en hann var seldur í brotajárn.
Flettingar í dag: 469
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 625
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 716857
Samtals gestir: 53305
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 18:08:36