24.03.2016 21:52

Bátar við bryggju í Stykkishólmi í júlí 1986.

Ég tók þessa mynd í Stykkishólmi sumarið 1986 í einni af ferðum mínum út í Flatey. Báturinn við bryggjuna er 154. Sigurður Sveinsson SH 36, stál, smíðaður í Brandenburg í A-Þýskalandi árið 1959, 88 brl. 565 ha. Caterpillar díesel vél (1972),hét upphaflega Mímir ÍS 30. Næstur er 778. Smári SH 221, smíðaður í Hafnarfirði árið 1949, eik, 63 brl. 270 ha. Lister Blackstone díesel vél, hét upphaflega Smári TH 59. Sá þriðji frá bryggju er 853. Andri SH 21, stál, smíðaður í Bardenfleth í A-Þýskalandi árið 1956, 66 brl. 280 ha. MWM díesel vél, hét upphaflega Tálknfirðingur BA 325. Guli plastarinn heitir Gustur SH 251, smíðaður í Hafnarfirði 1985. 5,15 brl. 60 ha. Perkins díesel vél. 


Bátar við bryggju í Stykkishólmi sumarið 1986.                                   (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 719
Gestir í dag: 166
Flettingar í gær: 1846
Gestir í gær: 250
Samtals flettingar: 1329052
Samtals gestir: 367677
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 23:22:29