03.04.2016 11:02

E.s. Mjölnir. LBQR.

Eimskipið Mjölnir var smíðaður í Þýskalandi árið 1884. 548 brl. 450 ha. Compound gufuvél. Eigandi var Þórarinn E Tuliníus á Fáskrúðsfirði og í Kaupmannahöfn frá 3 mars árið 1900. Aðrar heimildir segja skipið komið í hans eigu árið 1897. (Póstsaga Íslands). Skipið var selt í júní árið 1903, A/S Dampskibsselskabet Thore og var Þórarinn stærsti hluthafi þess félags. (Afhenti skip sín, Mjölni og Perwie sem hlutafé). Skipið var keypt aftur til Íslands 18 mars árið 1916. Eigandi þá var h/f Kveldúlfur í Reykjavík, hét hjá þeim Mjölnir. Selt 28 september 1916, Dampskibsselskabet Jyden í Esbjerg í Danmörku. Engar frekari heimildir hef ég fundið um þetta ágæta skip.


E.s. Mjölnir, skip Þórarins E Tuliníusar í Kaupmannahöfn.                               Mynd á gömlu póstkorti.
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 2893
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 1357794
Samtals gestir: 88683
Tölur uppfærðar: 4.7.2025 00:54:57