18.04.2016 10:07

Gufuvélin og vélarúmið í togaranum Ver GK 3 frá Hafnarfirði.

Gufuvélin í togaranum Ver GK 3, 550 ha. 3 þjöppu var trúlega smíðuð hjá Amos & Smith Ltd í Hull ásamt gufukatlinum. Á myndinni hefur vélstjórinn stillt sér upp fyrir ljósmyndarann sem var Guðbjartur Ásgeirsson matsveinn á togaranum til margra ára. Myndin er tekin árið 1924. Ver GK 3 var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby árið 1920 og var 314 brl. að stærð, í eigu Fiskveiðahlutafélagsins Víðis í Hafnarfirði.


Gufuvélin í Ver GK 3.                          Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.


Togarinn Ver GK 3 við bryggju á Seyðisfirði.                                       Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson ?
Flettingar í dag: 747
Gestir í dag: 104
Flettingar í gær: 1113
Gestir í gær: 218
Samtals flettingar: 1607130
Samtals gestir: 424421
Tölur uppfærðar: 19.10.2019 10:14:03