19.04.2016 11:54

Nýsköpunartogarar á frímerkjum ll.

Hér er seinna hollið af togarafrímerkjunum sem pósturinn gaf út árið 2010. Frímerkin sem ég setti hér inn á síðuna 7 apríl síðastliðinn fékk ég árið 2013 og voru hin þá uppseld með öllu og hvergi fáanleg. Það var svo fyrir rúmum tveimur vikum síðan að það var hringt í mig frá skrifstofum póstsins hér í Reykjavík og ég beðinn að sækja þau sem mig vantaði. Konan sem afgreiddi mig árið 2013 hjá póstinum skrifaði niður nafn mitt og síma þá og ætlaði að láta mig vita ef hin frímerkin tvö kæmu í leitirnar, eins og þau gerðu. Þetta kalla ég góða þjónustu hjá póstinum og kærkomið að fá þessi frímerki í safnið.


Togarinn Sólborg ÍS 260.


Nýsköpunartogararnir Sólborg ÍS 260 og Harðbakur EA 3.        (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 546
Gestir í dag: 95
Flettingar í gær: 539
Gestir í gær: 117
Samtals flettingar: 1774745
Samtals gestir: 459241
Tölur uppfærðar: 22.2.2020 18:41:41