24.04.2016 09:43

E.s. Hekla. MDSQ / TFAB.

E.s. Hekla var smíðuð hjá Fredrikstad Mekaniks Verksted í Fredrikstad í Noregi árið 1907 fyrir Johs. Bull í Tönsberg, hét Clothilde Cuneo, smíðanúmer 116. 1.215 brl. 930 ha. 2 þjöppu gufuvél, smíðuð á sama stað. Skipið var sjósett 29 október sama ár. Skipið var selt árið 1909, A/S Atlas (P. Johannessen) í Tönsberg, sama nafn. Selt 1913, A/S. Clothilde Cuneo (Adolf Petersen) í Bergen. Selt árið 1917, A/S. Det Söndenfjelds Norske Dampskibsselskab Kristiania (Osló). Í maí árið 1918 fær skipið nýtt nafn, Kong Inge. Skipið var selt í október 1932, Eimskipafélagi Reykjavíkur h/f í Reykjavík, hét Hekla. Í nóvember 1935 er skráður eigandi auk Eimskipafélags Reykjavíkur, Faaberg & Jacobsen í Reykjavík. Skipið var selt í mars 1940, h/f Kveldúlfi í Reykjavík, sama nafn, en skráningarnúmerið RE 88. Hekla lagði upp í sína síðustu ferð frá Reykjavík, vestur um haf til New York, 27 júní 1941 (var í leigu hjá Eimskipafélagi Íslands). Skipinu var sökkt 29 júní 1941 af þýskum kafbáti þegar það var statt um 200 sjómílur suður af Hvarfi á Grænlandi. 13 skipverjar fórust en 7 skipverjar komust á björgunarfleka og hröktust á honum í 10 sólarhringa. Þá bjargaði breska herskipið Candytuft þeim. 1 skipverji lést um borð í herskipinu. Þýski kafbáturinn sem sökkti Heklu hét U-564 og kafbátsforinginn Reinhard Suhren. Þessum kafbát var svo sökkt tveimur árum síðar, eða hinn 14 júní 1943 af breskri sprengjuflugvél á Biscayaflóa.


E.s. Hekla, skip Eimskipafélags Reykjavíkur.                                                    Ljósmyndari óþekktur.


E.s. Hekla RE 88, skip h/f Kveldúlfs við bryggju á Hólmavík.                        Ljósm: Magnús Ólafsson.

Þeir sem fórust með E.s.Heklu RE 88 voru;

Einar Kristjánsson, skipstjóri 
Kristján Bjarnason, 1. stýrimaður 
Jón H. Kristjánsson, 2. stýrimaður 
Jón Erlingsson, 2. vélstjóri 
Ásbjörn Ragnar Ásbjörnsson 
Sveinbjörn Ársælsson, loftskeytamaður 
Hafliði Ólafsson, háseti 
Bjarni Þorvarðarson, háseti 
Sigurður Þórarinsson, háseti 
Viggó Þorgilsson, háseti 
Haraldur Sveinsson, háseti, 
Karl. Þ. Guðmundsson 
Matthías Rögnvaldsson 
Sverrir Símonarson, kyndariFlettingar í dag: 1652
Gestir í dag: 364
Flettingar í gær: 3151
Gestir í gær: 437
Samtals flettingar: 1957460
Samtals gestir: 495477
Tölur uppfærðar: 7.8.2020 09:09:10