26.04.2016 10:58

Snorri goði RE 141. LBMG / TFYC.

Snorri goði RE 141 var smíðaður hjá Kaldnes Mekaniks Verksted í Tönsberg í Noregi árið 1921 fyrir A/S.Det Norske Damptrawlselskab í Álasundi í Noregi, hét Aalesund og smíðanúmer 49. 374 brl. 650 ha. 3 þjöppu gufuvél. Skipið var selt h/f Kveldúlfi í Reykjavík 23 nóvember 1925, hét Snorri goði RE 141. Selt 21 júní 1944, Fiskveiðahlutafélaginu Viðey í Reykjavík, skipið hét Viðey RE 13. Selt 7 október 1947, Búðanesi h/f í Stykkishólmi, hét Búðanes SH 1. Selt 1 apríl 1952, Vélum og skipum h/f í Reykjavík. Togarinn var seldur til niðurrifs og tekinn af skrá 12 maí 1952.


Snorri goði RE 141 í erlendri höfn.                                                               Ljósm: Pétur Kristinsson.
Flettingar í dag: 1577
Gestir í dag: 399
Flettingar í gær: 798
Gestir í gær: 301
Samtals flettingar: 1964029
Samtals gestir: 497393
Tölur uppfærðar: 12.8.2020 15:09:04