27.04.2016 10:56

E.s. Edda l. TFCB.

Edda l var smíðuð í Wesermunde í Þýskalandi árið 1921. 1.026 brl. 550 ha. 3 þjöppu gufuvél. Hét áður Eduard. Eigandi var h/f Eimskipafélagið Ísafold í Reykjavík frá 25 september 1933. Edda var í förum milli Íslands og Evrópulanda og kom víða við á innlendum höfnum. Hún flutti bæði stykkja og þungavörur í heilum förmum. Skipið strandaði á Bakkafjörum vestan Hornafjarðar 25 janúar 1934. Áhöfnin, 17 menn björguðust á land, en skipið eyðilagðist á strandstað.


Edda í Reykjavíkurhöfn.                                                                                  Ljósmyndari óþekktur.
Flettingar í dag: 1763
Gestir í dag: 380
Flettingar í gær: 3151
Gestir í gær: 437
Samtals flettingar: 1957571
Samtals gestir: 495493
Tölur uppfærðar: 7.8.2020 09:40:28