03.06.2016 04:34

1495. Birtingur NK 119. TFEJ.

Birtingur NK 119 var smíðaður hjá Stocznia in Komuny Paryskiej í Gdynia í Póllandi árið 1975. 453 brl. 1.500 ha. Crepelle díesel vél. Hét áður Delos. Eigandi var Síldarvinnslan h/f í Neskaupstað og  kom fyrst til heimahafnar 19 september 1977. Togarinn var seldur til Caymaneyja 19 nóvember árið 1992.


Birtingur NK 119 á sjómannadaginn á Norðfirði.                                                        (C) Mynd: SVN.

Óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn og megi þeir njóta hans sem allra best.
Læt þessa færslu lifa hér á síðunni fram yfir helgi þar sem ég er að fara vestur í Flatey á Breiðafirði.
Bestu kveðjur til ykkar allra og njótið sjómannadagshelgarinnar.
Flettingar í dag: 480
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 587
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 1455354
Samtals gestir: 396666
Tölur uppfærðar: 19.6.2019 07:29:13