29.06.2016 10:28

4 m. Sk. Haukur. NTBH.

4 mastra skonnortan Haukur var smíðaður hjá J. Ring Andersen Staalskibsværft / Svendborg Værft A/S í Svendborg í Danmörku árið 1914. 357 brl. 200 ha. díesel hjálparvél. Eigandi var Sejlskibsrederiet Phönix A/S í Thurö, Svendborg í Danmörku frá 30 september 1914. Skipið hét Phönix. Selt 25 maí 1918, Rederiet Falken A/S í Svendborg. Selt Hauki h/f í Reykjavík, hét Haukur. Skipið var aðallega í saltfiskflutningum til Miðjarðarhafslanda og flutti salt og ýmsar aðrar vörur heim. Skipið var selt árið 1922, Hans Petersen í Kaupmannahöfn, hét áfram Haukur. Skipið var selt til Kings Lynn í Englandi árið 1927 og sama ár selt til Portúgals, hét þar Anfitrite. Engar frekari upplýsingar hef ég fundið um þetta skip.


4 m. Skonnortan Haukur á siglingu.                                                                   Ljósmyndari óþekktur.

ATH.

Í bókaflokknum Íslensk skip er sagt að Haukur sé smíðaður úr Eik og furu, en í dönskum heimildum er skipið sagt smíðað úr stáli. Ágætt að leyfa þessum upplýsingum að fljóta með.
Flettingar í dag: 647
Gestir í dag: 255
Flettingar í gær: 666
Gestir í gær: 196
Samtals flettingar: 1962301
Samtals gestir: 496948
Tölur uppfærðar: 11.8.2020 16:21:45