03.07.2016 11:02

Namdal RE 260. LCFJ. Línuveiðari.

Línuveiðarinn Namdal RE 260 var smíðaður í Þrándheimi í Noregi árið 1907. Stál 99 brl. 130 ha. 2 þjöppu gufuvél. Eigendur voru Magnús Kristjánsson og Stefán Jóhannsson í Reykjavík frá 12 júní 1924. Árið 1930 var talinn eigandi dánarbú Magnúsar Kristjánssonar á Akureyri. Skipið rak upp í fjöru í ofsaveðri í Hafnarfirði haustið 1931 og eyðilagðist. Einnig rak á land í óveðri þessu og eyðilagðist, línuveiðarinn Eljan SU 433 sem var í eigu h/f Júní í Hafnarfirði. Eljan var smíðuð í Álasundi í Noregi árið 1908 og var 82 brl. að stærð.


Namdal RE 260.                                                                  Ljósmyndari óþekktur, mynd í minni eigu.


Eljan SU 433 til vinstri og Namdal RE 260 í fjörunni eftir óveðrið haustið 1931.           Ljósm: Óþekktur.
Flettingar í dag: 377
Gestir í dag: 106
Flettingar í gær: 455
Gestir í gær: 180
Samtals flettingar: 1817149
Samtals gestir: 468238
Tölur uppfærðar: 1.4.2020 18:19:43