04.07.2016 08:35

B.v. Jón forseti RE 108. LBJT.

Jón forseti RE 108 var smíðaður hjá Scott & Sons (Bowling) Ltd í Glasgow í Skotlandi árið 1906. 233 brl. 400 ha. 3 þjöppu gufuvél. Eigandi var h/f Alliance í Reykjavík frá 1 febrúar árið 1907. Togarinn strandaði á Stafnesrifi 28 febrúar 1928. 15 skipverjar fórust en 10 var bjargað. Jón forseti var fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga og kom hann til landsins í ársbyrjun 1907.


B.v. Jón forseti RE 108.                                              Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Mynd í minni eigu.

Jón forseti ferst

Þær vonir hafa brugðist, sem menn gerðu sér í gærmorgun um björgun allrar skipshafnarinnar af Jóni forseta. Seint i gærkveldi bárust fregnir um, að tíu mönnum hefði verið bjargað, en hinir hafa allir farist. Tuttugu og sex menn voru á skipinu, og voru þessir 23 lögskráðir: Magnús Jóhannsson, skipstjóri, Bjargarstíg 6. (Hann var áður 1. stýrimaður skipsins, en hafði nú skipstjórn á hendi í forföllum Guðmundar Guðjónssonar, skipstjóra, sem verið hefir sjúkur að undanförnu). Skúli Einarsson (46 ára), 1. vélstjóri, Efri Selbrekkum. Ólafur Jóhannsson (38 ára), 2. vélstjóri, Bergstaðastræti 63. Ingvi Björnsson (24 ára), loftskeytamaður, Bakkastíg 5. Bjarni Brandsson (39 ára), bátsmaður, Selbrekkum. Magnús Jónsson (43 ára), Hverfisgötu 96 B. Stefán Einarsson (47 ára), bryti, Kárastíg 6. Pétur Pétursson (35 ára), Laugaveg 46 A.  Sigurður Bjarnason (25 ára), Selbrekkum. Sigurður Sigurðsson (27 ára), Framnesveg 2. Kristinn Guðjónsson (28 ára), Selbrekkum. - - Steingrímur Einarsson (24 ára), Framnesveg 61. Jóhann Jóhannsson, Hverfisgötu 60 A. Árni Kr. Stefánssqn (18 ára), hjálparsveinn, Kárastíg 6, Gunnlaugur Jónsson (35 ára), Króki, Kjalarnesi. Magnús Sigurðsson (43 ára), Grandaveg 37. Haraldur Einarsson, Langholti við Beykjavik. Guðm. Kr. Guðjónsson (37 ára), 1. stýrim., Lindargötu 20. Steinþór Bjarnason (34 ára), Ólafsvík. Frimann Helgason (20 ára), Vik, Mýrdal. Ólafur Í Árnason (27 ára), Bergþórugötu 16. Ólafur Jónsson (36 ára), kyndari, Víðidalsá,  Strandasýslu. Bertel Guðjón. En ólögskráðir voru: - Guðjón Jónsson, Túngötu 42, Ragnar Ásgrímsson, Vesturgötu 51 og Guðjón Guðjónsson. Þessir tiu hafa bjargast: Bjarni Brandsson, Magnús Jónsson, Pjetur Pjetursson, Sigurður Bjarnason, Kristinn Guðjónsson, Steingrímur Einarsson, Gunnlaugur Jónsson, Steinþór Bjarnason, Frímann Helgason, Ólafur Í Árnason. Allra ráða var leitað í gær til þess að bjarga mönnunum, og komu þessi skip til hjálpar: Tryggvi gamli, Hafstein, Ver, Gylfi og varðskipin Þór og Óðinn. Auk þess vélbátarnir Björg og Skírnir frá Sandgerði. Á landi voru og margir menn til bjargar. Þeir skipstjórarnir Halldór Kr. Þorsteinsson og Jón Sigurðsson fóru suður að strandstaðnum í fyrri nótt og voru þar allan daginn í gær. Læknir kom þangað frá Keflavik og allar ráðstafanir voru gerðar til björgunar og hjúkrunar, sem kostur var á. Aðstaða öll var hin versta. Brim var afarmikið og hryðjuveður með köflum. Skipið lá 40-50 faðma frá landi um fjöru og var brotsjór þar í milli, en grynningar svo langt út af skerinu, að skipin komust ekki nógu nærri til þess að bjarga mönnunum. Þó tókst að lokum að koma kaðli út í skipið og síðan var bátur dreginn út að skipinu nokkrum sinnum, og hlupu menn í hann og voru dregnir á land. Þeir hrestust furðu fljótt og leið vel eftir atvikum í gærkveldi. Sjö lík höfðu fundist í gærkveldi og flutti Tryggvi gamli fimm af þeim hingað, en hin tvö rak á land.Brim hélst í nótt, og kl. hálf níu í morgun brotnaði það, sem uppi hékk af skipsflakinu og hvarf í brimlöðrið. Sorgarfánar blakta hér um allan bæ i dag og fundi var frestað á Alþingi síðdegis í gær, vegna þessara hörmulegu viðburða.

Vísir 28 febrúar 1928.


Flettingar í dag: 183
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 1749
Gestir í gær: 662
Samtals flettingar: 2030509
Samtals gestir: 519048
Tölur uppfærðar: 27.9.2020 02:53:27