07.07.2016 08:48

Polar Amaroq GR 18-49. OWPN.

Polar Amaroq var smíðaður hjá Societatea Comerciala Navol S.A. í Oltenita í Rúmeníu ( skrokkurinn ) fyrir Hellesöy Verft A.S. í Löfallstrand í Noregi. Skrokkur skipsins var svo dreginn til Noregs og skipið klárað hjá Hellesöy Verft A.S. árið 2004. 3.200 brl. 7.507 ha. Wartsiila díesel vél. Eigandi var K. Halstensen A/S í Östervoll í Noregi frá árinu 2004, hét Gardar. Skipið var lengt árið 2006. Selt 3 desember árið 2013, Polar Pelagic í Tasiilaq á Grænlandi sem Síldarvinnslan h/f í Neskaupstað á þriðjungshlut í. Heitir í dag Polar Amaroq GR 18-49 og er gert út frá Tasiilaq á Grænlandi. Burðargeta skipsins er 2.535 tonn, þar af 2.000 tonn í kælitanka. Frystigeta um borð er 140 tonn á sólarhring og er þá miðað við heilfrystan fisk en frystirýmið er fyrir 1.000 tonn.


Polar Amaroq GR 18-49 við Grandagarð.


Polar Amaroq við Grandagarð.


Polar Amaroq við Grandagarð.                                  (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. 5 og 6 júlí 2016.
Flettingar í dag: 1100
Gestir í dag: 339
Flettingar í gær: 615
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 1924093
Samtals gestir: 488020
Tölur uppfærðar: 14.7.2020 06:57:08