30.07.2016 10:33

761. Skaftfellingur. LBKS / TFRI

Skaftfellingur var smíðaður í Troense í Danmörku árið 1917 fyrir h/f Skaftfelling í Reykjavík. Eik og beyki 60 brl. 48 ha. Proleums vél. Á árunum 1917 til 1936 var Skaftfellingur í strandferðum milli Reykjavíkur og Öræfa, með viðkomu á Eyrarbakka, Vestmannaeyjum, Vík, Skaftárósi og víðar á söndunum sunnanlands og flutti vörur, farþega og póst milli þessara staða. Árið 1926 var sett í skipið 90 ha. Alpha vél. Skipið var selt Helga Benediktssyni í Vestmannaeyjum árið 1936, hét Skaftfellingur áfram en fékk skráningarnúmerið VE 33 á árinu 1943. Sama ár er sett ný vél í skipið, 200 ha. Khalenberg vél. Árið 1948 var sett í það 225 ha. June Munktell vél. Skaftfellingur var talinn ónýtur í október 1975, hafði þá staðið í slipp í Vestmannaeyjum í rúm 10 ár. Árið 2000 var skipið flutt til Víkur í Mýrdal þar sem verið er að gera skipið upp.


Skaftfellingur á legunni utan við Vík í Mýrdal árið 1918.                                (C) Þjóðminjasafn Íslands.


Skaftfellingur VE 33. Líkan Gríms Karlssonar í Duus húsi.       (C) Þórhallur S Gjöveraa. 8 febrúar 2014.
Flettingar í dag: 1038
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 725570
Samtals gestir: 53821
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:38:02