04.08.2016 10:25

Síldveiðiskip við bryggju í Neskaupstað um 1970.

Það var oft mikið um að vera við bryggjurnar í Neskaupstað á síldarárunum milli 1960 til 70. Eftir að síldin hvarf af Íslandsmiðum var aðal veiðisvæði skipanna á fjarlægum miðum, við Jan Mayen og Svalbarða og einnig í Norðursjónum. Þessi mynd er tekin í Neskaupstað 1969 eða 1970 og skipin eru frá bryggjunni talin;, 1044. Hilmir SU 171 ex Fylkir RE 171, smíðaður í Deest í Hollandi árið 1967. Var í eigu Söltunarstöðvarinnar Hilmis s/f á Fáskrúðsfirði. Næstur er 1031. Magnús NK 72, smíðaður í Risör í Noregi árið 1966, var í eigu Ölvers h/f í Neskaupstað. Þá næst er 217. Björg NK 103 ex Vattarnes SU 220, smíðuð í Rosendal í Noregi árið 1960. Var í eigu Bjargar h/f í Neskaupstað.  Og ystur er 1019. Sveinn Sveinbjörnsson NK 55, smíðaður í Hommelvik í Noregi árið 1966. Var í eigu Múla h/f í Neskaupstað. Ljósmyndina tók Sigurður Arnfinnsson sem var nágranni minn í Neskaupstað í á annan áratug, en er nú látinn fyrir stuttu. Eftir hann liggja margar myndir af mannlífinu í Neskaupstað og víðar. 


Síldveiðiskip við bryggju í Neskaupstað.                                                Ljósm: Sigurður Arnfinnsson.
Flettingar í dag: 647
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 725179
Samtals gestir: 53791
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 14:42:02