27.08.2016 09:44

Sigríður RE 22.

Kútter Sigríður RE 22 var smíðuð í Englandi árið 1885. Eik og álmur. 82,66 brl. Eigandi skipsins var Th. Thorsteinsson í Reykjavík frá 1897. Sigríður strandaði við Stafnes 13 mars 1924. Áhöfnin, 27 menn, komst í land á skipsbátnum en skipið eyðilagðist á strandstað. Hálfum mánuði áður hafði Th. Thorsteinsson, eigandi Sigríðar látist úr lungnabólgu. Skipstjóri á Sigríði var Björn Jónsson frá Ánanaustum.


Kútter Sigríður RE 22.                                                                               Ljósm: Magnús Ólafsson.

Árið 1924 var þeim skútum sem gerðar voru út frá Reykjavík farið að fækka. Eitt þeirra skipa sem eftir var, hét Sigríður, 82 lestir að stærð, og var í eigu Th. Thorsteinssonar. Í lok haustvertíðar 1923 var skútunni lagt inn á Sund, svo sem venja var, en um miðjan janúar var hafin undirbúningur þess að gera hana út á vetrarvertíð. Fyrst var skútunni siglt inn á Reykjavíkurhöfn, en þar var hún gerð klár.
Síðan var haldið út og gekk fyrsta ferð vertíðarinnar að óskum og afli var með besta móti. Þegar Sigríður kom til hafnar að lokinni veiðiferð fengu skipverjar þær fréttir að útgerðarmaðurinn hefði andast meðan þeir voru úti, en Th. Thorsteinsson var maður sérlega vinsæll meðal þeirra sem hjá honum störfuðu og öllum mikill harmdauði.

Heimild: Þrautgóðir á raunastund. Vlll bindi.

              Sigríður strandar við Stafnes

Kútter "Sigríður" strandaði í fyrrinótt í drífu við Stafnestanga. Eigi er fullkunnugt ennþá hve mikið skipið er skemt, eða hvort hægt er að ná því út aftur. Skipið var að fara hjeðan. Manntjón varð ekki. Í gær kom sú fregn af "Sigríði" að hún væri sokkin.

Morgunblaðið. 14 mars 1924.


Flettingar í dag: 735
Gestir í dag: 248
Flettingar í gær: 798
Gestir í gær: 301
Samtals flettingar: 1963187
Samtals gestir: 497242
Tölur uppfærðar: 12.8.2020 03:40:13