09.09.2016 12:33

1270. Mánaberg ÓF 42. TFAH.

Mánaberg ÓF 42 var smíðaður hjá Astilleros Luzuriaga S.A í Pasajes de San Juan á Spáni árið 1972 fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur h/f, hét Bjarni Benediktsson RE 210. 969 brl. 2 x 1.400 ha. MAN Bazan díesel vélar, samtals 2.074 Kw. Skipið var selt sumarið 1983, Merkúr h/f í Reykjavík, hét Merkúr RE 800. 3 júlí 1986 er skráður eigandi Ríkisábyrgðarsjóður. Selt 28 janúar 1987, Sæbergi h/f á Ólafsfirði, fær nafnið Mánaberg ÓF 42. Selt árið 1997, Þormóði ramma h/f á Siglufirði. Selt árið 2007, Ramma h/f á Siglufirði sem gerir togarann út í dag, en heimahöfn skipsins er á Ólafsfirði.

Mánaberg ÓF 42 við bryggju í Örfirisey.                                 (C) Þórhallur S Gjöveraa. 19 maí 2016.

Mánaberg ÓF 42 við Grandagarð.                                             (C) Þórhallur S Gjöveraa. 17 júlí 2015.

Bjarni Benediktsson RE 210 við komuna til landsins í janúar 1973.                             Ljósm: óþekktur.

              Bjarni Benediktsson RE 210
Hinn 10. janúar s.l. kom skuttogarinn Bjarni Benediktsson RE 210 til Reykjavíkur. Þetta skip er það fyrsta af sex systurskipum, sem samið hefur verið um að smíða hjá Skipasmíðastöðinni "Astilleros Luzuriaga S.A., Pasajes de San Juan" á Spáni. Eigandi Bjarna Benediktssonar er Bæjarútgerð Reykjavíkur, en Bæjarútgerðin mun fá tvö samskonar skip til viðbótar. Skipið er byggt eftir flokkunarreglum "Lloyd's Register of Shipping" og er styrkt með tilliti til siglinga í ís. í skipinu eru 11 eins manns klefar, 7 tveggja manna klefar og einn sex manna klefi. Við venjulegar aðstæður verður sex manna klefinn ekki notaður, en í sérstökum tilfellum, t. d. ef veiða á í salt, er gert ráð fyrir að fjölga megi áhöfn. Skipið er búið tveimur aðalvélum, MAN, G8V 30/45 ATL og skilar hvor um sig 1410 hestöflum við 400 sn./mín. Niðurfærslugír er af gerðinni BREVO með niðurfærslu 2:1. Skipið er með 4ra blaða skiptiskrúfu af Escher Wyss gerð, sem stjórnað er eftir atvikum af stjórnpalli eða úr vélarúmi. Inn á gírinn tengjast tveir riðstraumsrafalar, sem hvor um sig er 475 KVA (380 kw), 3x380 V, 50 HZ. Sértsakur riðstraumsrafmótor (550 hö) knýr 350 kw, 440 V jafnstraumsrafal, sem sér rafmótor togvindunnar fyrir orku. Rafalar og rafmótorar eru af Indar-gerð. Hjálparvél er af gerðinni MAN R6V 16/18T, 225 hest- öfl við 1000 sn./mín., sem knýr Indar riðstraumsrafal (170 KVA, 3x380 V, 50 HZ). Auk þess er lítil hjálparvél af Caterpillargerð, 67 hestöfl, 1500 sn./mín., sem knýr 56 KVA riðstraumsrafal. Ljósavél þessi er staðsett á millidekki í lokuðu rúmi. í skipinu er "hydroforkerfi" bæði fyrir sjó og fersk vatn og 300 1. kútur fyrir heitt vatn. Sérstakur ferskvatnseimir af Atlasgerð framleiðir 5 tonn á sólarhring og er varmi frá kælivatninu á aðalvélunum notaður til að eima sjóinn. Einnig er í vélarúmi sérstök skilvinda (lænsevands-seperator) til að skilja olíu úr vélarúmsausturnum. Þetta tæki er nauðsynlegt um borð í skipum og gefur auga leið að mengun frá skipum stórminnkar við tilkomu þess. Skilvinda þessi er af gerðinni Akers og á að geta afkastað 10 t/klst. Dælur fyrir aðalvélar, ferskvatns-, sjó- og smurolíudælur, hafa allar varadælur. Skilvindur eru tvær, önnur fyrir smurolíu og hin fyrir gasolíu, og hafa þær sömu afköst. í stýrisvélarrúmi undir skutrennu er rafstýrð, vökvaknúin stýrisvél af gerðinni Brussel. Brú skipsins er mjög framarlega, hlutfallslega framar en á öðrum skuttogurum hér á landi, og fæst þar af leiðandi mjög langt togþilfar, eða um 40 m. langt frá efri brún skutrennu. Fyrirkomulag á tog- þilfari er þannig, að mögulegt er að hafa tvær vörpur undirslegnar og tilbúnar til veiða, en algengast er á skuttogurum að aðeins ein sé undirslegin. Rétt fyrir aftan lestarlúgurnar greinist vörpurennan í tvær minni rennur, sem liggja sitt hvorum megin við lúgurnar fram að grandaravindunum. Togvindan er af gerðinni Briissel KMC III/4. Vindan er drifin af Indar 440 hö, 440 V rafmótor. Meðaltogkraftur er um 14 t og vírahraði 120 m/ mín. Hvor tromla tekur um 1670 faðma af 3y2 tommu vír. Fyrir utan togtromlurnar eru 2 hífingartromlur og auk þess koppar á hvorum enda. Rétt fyrir aftan togvinduna eru tvær grandaravindur, bakborðs- og stjórnborðsmegin. Hvor vinda hefur 4 tromlur, 2 fyrir grandarana og 2 til að hífa fram bobbingana. Vindur þessar eru enn ókomnar, vegna þess að ekki var gert ráð fyrir þessum búnaði í upphafi, en gengið hefur verið frá undirstöðum og öllu öðru í sambandi við vindurnar. Vindurnar sem eru af Norwinch gerð verða vökvadrifnar við lágan þrýsting (35 kg/cm^). 2 Allweiler-dælur, staðsettar á millidekki framan við lestalúgurnar, sjá grandaravindunum fyrir orku. Hvor dæla skilar 855 1/mín við 1000 sn./mín. Aftarlega á togþilfarinu, aftur undir skutrennu eru 2 vindur, stjórnborðs- og bakborðsmegin. Vindur þessar eru af Norwinch-gerð, lágþrýstar °g á hvor um sig að skila 5 t átaki. Sjálfstætt dælukerfi er fyrir hvora vindu og er það staðsett í netageymslum sitt hvorum megin við skutrennu á millidekki. Vindurnar eru notaðar m . a . til að losa úr pokanum, hífa vörpuna aftur, Þegar kastað er o. fl. Á tvö- falda mastrinu eru tvær bómur, sem notaðar eru til að forfæra t. d. hlera og annað. Á hvalbak er vökvadrifin akkerisvinda af Norwinch-gerð drifin af sjálfstæðu dælukerfi. A palli yfir skutrennu er litil vinda fyrir kapal til höfuðlínumælis, og er vindan frá Elac eins og höfuðlínumælirinn. Dekklúgan, framan við skutrennuna, opnast niður, en ekki upp, eins og algengast er. Skýringin á þessu mun vera sú, að minni slysahætta á að vera ef lúgan opnast niður Aftur á móti virðist augljóst, að ef alda skellur aftan á skipið á sjórinn greiðan aðgang að vinnuþilfari, ef lúgan opnast niður. Stíur þær sem taka við fiskinum, þegar hann kemur niður á milliþilfarið, fiskmóttaka, rúma um það bil 30 tonn af fiski. Ef stíur þessar verða fullar er möguleiki að flytja fisk með færibandi í stíur sem eru framar og stjórnborðsmegin í skipinu. Þessar stíur taka um það bil 15 tonn, þannig að alls má hafa 45 tonn af fiski í stíum. Um borð er Shetland slægingavél af gerðinni 28 MKl. Vél þessi tekur fisk af stærðinni 38-71 cm. (annað verður að handslægja) og hámarksafköst eru 30 fiskar á mínútu. Einnig eru um borð tvær franskar fiskþvottavélar. Fiskurinn fer gegnum "cylinder", sem snýst með jöfnum hraða. Þetta er svonefnd "roterandi" þvottavél, en ekki kerþvottavél eins og algengast er hér. Mikið er um færibönd og greinilegt er að allt hefur verið gert til að minnka vinnu áhafnar við flutning á fiski. Færibanda og vélakerfið er allt tvöfalt, þannig að unnt er þegar við fiskmóttökuna, að skipta fiskinum upp eftir því hvernig meðhöndla á fiskinn og í hvaða hluta lestarinnar fiskurinn á að fara. Til að fjarlægja þann sjó, sem eðlilega kemur inn á milliþilfarið, eru tvær dælur. Þessar dælur eru staðsettar bakborðsmegin að aftan og stjórnborðsmegin að framan á vinnuþilfarinu. Afköstin, sem hvor dæla getur skilað eru 80 mVklst. í lokuðu rúmi stjórnborðsmegin á milliþilfari eru tveir pottar til lifrarbræðslu. Ekki er gert ráð fyrir mikilli bræðslu, þar sem slægingarvélin eyðileggur lifrina, og til bræðslu kemur því aðeins lifur frá handslægingunni.
Fiskilest togarans er um það bil 730 m3 að stærð, og ættu þar að rúmast ca. 450 tonn af fiski. Lestin er einangruð með um 20 cm. þykkri gosull, sem að innan er klædd áli. í lofti lestarinnar eru kælispíralar, en kælingin á að geta haldið 0°C í lest miðað við 18°C sjávarhita og 20°C lofthita. Kælimiðill er Freon R12 og kæliþjappan er af gerðinni Worthington 3HF 4/N, knúin af 10 ha. ASEA rafmótor. Uppstillingin er úr áli, og er stíustærðin valin þannig, að unnt er að fylla upp milli þverskilrúmanna í lestinni með fiskikössum. Lestarop eru fjögur, svo vel ætti að ganga að losa skipið. Brúin er mjög rúmgóð, og eins og við er að búast eru þar öll þau tæki, sem íslenzkum sjómönnum finnast nauðsynleg, en þau eru orðin margbreytileg. Í afturhluta brúarinnar eru stjórntæki fyrir togvinduna, en henni má hvort sem er stjórna frá brú eða vindupalli. Ekki eru beinir togmælar á vinduna, en með því að lesa af þrýstinginn á vindubremsunni er unnt, með hjálp töflu, að ákvarða togkraftinn á vírana. í loftskeytaklefa er fjarskiptastöð frá M. P. Pedersen. Þar er um að ræða senditæki fyrir bæði tal og morse og tvo móttakara. Það er einnig neyð- arsendir þar og móttakari af verða hér talin hin helztu: Rediton gerð. Nýjung um borð er veðurkortamóttakari, en hann er frá Taiyo. Í fremri hluta brúarinnar eru hin eiginlegu siglingatæki og verða hér talin hin helztu: Ratsjár: Tvær ratsjár frá Kelvin Hughes, önnur af gerð- inni 18/12 C, en hin 19/12 S. Tveir ratsjárskermar, annar 10 cm. hinn 3 cm, með afísingartækjum. Unnt er að kúpla skermunum á hvora ratsjána sem er. Dýptarmælar: Hér er um svokallað "Humber Gear" kerfi frá Kelvin Hughes að ræða. Þetta eru tveir dýptarmælar af MS 44 gerð (annar blaut-, hinn þurrpappírs), fisksjá og sjálfriti fyrir fisksjána. Asdic: Simrad SB2. Höfuðlínumælir: Elac. Loran: Mieco 6805. Miðunarstöð: Taiyo TD-A120. Örbylgjustöð: Rediton. Gyroáttaviti: Áttaviti og sjálfstýring er frá Anschuts.


Ægir 2 tbl. 1 febrúar 1973.

Flettingar í dag: 680
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 725212
Samtals gestir: 53792
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 15:16:10