27.09.2016 12:28

604. Draupnir NK 21. TFWN.

Draupnir NK 21 var smíðaður í Marstrand í Svíþjóð árið 1942. Eik 46 brl. 150 ha. Bolinder vél. Eigendur voru Ásgeir Bergsson, Bergur Eiríksson og Haukur Ólafsson í Neskaupstað frá 28 janúar 1946, þá var skipið innflutt. Selt 7 desember 1956, Draupni h/f á Hellissandi, skipið hét Hólmkell SH 137. Ný vél (1957) 300 ha. Cummings díesel vél. Selt árið 1962, Ingólfi Arnarsyni í Vestmannaeyjum, hét Ingþór VE 75. Ný vél (1964) 320 ha. Caterpillar díesel vél. Skipið mælist 52 brl frá árinu 1964. Talið ónýtt árið 1966. Lá við bryggju í Vestmannaeyjum í nokkur ár en var að endingu dreginn út og honum sökkt.


Draupnir NK 21 í bóli sínu á Norðfirði.                                                              (C) Björn Björnsson.
Flettingar í dag: 217
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 753
Gestir í gær: 116
Samtals flettingar: 1775169
Samtals gestir: 459300
Tölur uppfærðar: 23.2.2020 06:53:51