28.09.2016 11:46

28. Björn Jónsson RE 22. TFSR.

Björn Jónsson RE 22 var smíðaður í Djupvik í Svíþjóð árið 1947. Eik 105 brl. 260 ha. Polar díesel vél. Eigandi var Ríkissjóður Íslands frá 5 júlí árið 1947. Skipið var selt 21 ferbrúar árið 1949, h/f Guðjóni í Reykjavík. Selt 20 desember árið 1959, Ísbirninum h/f í Reykjavík. Skipið sökk við Tvísker 29 júlí 1965, var á síldveiðum. Áhöfnin, 11 menn, bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát sem var um borð í skipinu, síðan bjargaði áhöfnin á björgunar og eftirlitsbátnum Eldingu mönnunum til lands heilum á húfi.


Björn Jónsson RE 22.                                                                              Ljósmyndari óþekktur.


Björn Jónsson RE 22. Líkan Gríms Karlssonar.                     (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.

   Björn Jónsson RE sökk í fyrrinótt-mannbjörg

Vélbáturinn Björn Jónsson RE 22 sökk í fyrrinótt skammt frá Tvískerjum, sem eru í Mýrarbugt, rétt utan við Hrollaugseyjar. Mannbjörg varð og munu skipverjar koma til Reykjavíkur austan af Seyðisfirði í dag.
Skipverjar á Birni Jónssyni höfðu rétt lokið við að háfa úr nótinni, er þessi atburður átti sér stað. Var búið að háfa 900 til 1000 mál, en 200 - 300 málum var sleppt úr nótinni, Var nótin komin á sinn stað og ætlunin að stíma til Iands. En þá urðu skipverjar skyndilega varir við að skipið fór að síga. Er þeir Iitu fram í tóku þeir eftir því að Iúkarinn var að verða fullur af vatni. Var þá þegar tekið til við að ryðja út af bátnuin, en ekkert dugði og hélt hann áfram að siga. Fóru nú nokkrir skipverja í plastbjörgunarbát, en hinir um borð í Eldinguna, sem var þarna skammt frá. Skipti það engum togum, að á fimmtán mínútum í mesta Iagi hvarf báturinn í hafið. Ekkert er kunnugt um orsakir þessa slyss. Bar það að á óvenju skömmum tíma, svo ekkert tækifæri gafst til að gera sér grein fyrir orsökunum. Faxi GK 44 var um tíu mínútna siglingu frá þeim slóðum, er Björn Jónsson var að veiðum. Kom Faxi þegar að og tók skipverja um borð og flutti þá ti Seyðisfjarðar. Þangað var komið kl. 2-3 í gærdag og voru skipverjar þar s.l. nótt, en komu til Reykjavíkur með flugvél i dag. Skipverjar eru allir við beztu heilsu. Skipstjóri á bátnum var Björn Jónsson, 24 ára gamall. Hann tók við bátnum nú í vor, en hafði áður um hálfs annars árs skeið farið með stjórn tveggja báta, fyrst Hafþórs RE og síðan Hafrúnar IS. Skipverjar á Birni Jónssyni voru auk skipstjórans: Theodór Sigurbergsson, stýrimaður, Jón Jónsson, 1. vélstjóri, Björn Kjartansson, 2. vélstjóri, Þorbjörn Aðalbjörnsson, matsveinn og svo hásetarnir, Jakob Guðmundsson, Hallgrímur Einarsson, Leifur Rasmussen, Ingibergur Guðgeirsson og Guðmundur Hákonarson. Björn Jónsson RE 22 var eikarbátur 105 brúttólestir. Hann var smíðaður i Djúpavík árið 1947 og þvi 18 ára gamall. Eigandi bátsins var Isbjörninn hf. í Reykjavík. Báturinn fór í slipp áður en hann fór á síld eystra og hefur gengið vel á síldveiðunum, veitt samtals um 5000 mál.

Þjóðviljinn 31 júlí 1965.


Flettingar í dag: 203
Gestir í dag: 77
Flettingar í gær: 426
Gestir í gær: 129
Samtals flettingar: 2392247
Samtals gestir: 622005
Tölur uppfærðar: 21.9.2021 12:55:01