04.10.2016 10:57

1346. Hólmanes SU 1. TFEN.

Hólmanes SU 1 var smíðaður hjá Constucciones Navales P. Freine S.A. í Vigo á Spáni árið 1974 fyrir Hólma h/f á Eskifirði. Smíðanúmer 80. 451 brl. 1.700 ha. MAN Bazan vél, 1.250 Kw. Frá árinu 1997 er skipið gert út af Hraðfrystihúsi Eskifjarðar h/f á Eskifirði til ársins 2003, að Eskja h/f á Eskifirði tekur við útgerð þess. Skipið var selt árið 2004, Íshafi h/f á Húsavík. Togarinn var seldur í brotajárn til Danmerkur, 7 júlí árið 2005.


Hólmanes SU 1 að leggjast við bryggju á Eskifirði.                                          (C) Vilberg Guðnason.

        Hólmanes kemur til heimahafnar

Fimmtudaginn 7. febrúar kom skuttogarinn Hólmanes í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Eskifjarðar. Eigandi skipsins er Hólmi hf., en aðalhluthafair era Hraðfrystihús Eskifjarðar og Kaupfélag Héraðsbúa. Segja má því, að við útgerð þessa glæsilega skips taki höndum saman Eskfffirðingar,Reyðfirðingar og Héraðsbúar. Framkvæmdastjóri Hólma hf. er Aðalsteinn Jónsson, Eskifirði, en skrifstofustjóri útgerðarinnar er Kristján Sigurðsson, Eskifirði.
 Afla skipsins skipta aðaleigendur þess á milli sín til vinnslu. Hólmanes, sem ber einkennisstafina SU 1, er sá fyrsti af sex skuttogurum, af minni gerð, sem smíðaðir eru á Spáni fyrir Íslendinga. Skipið er smíðað í Vigo á Spáni og er um 500 lestir að stærð. Aðalvél skipsins er spænsk MAN vél, 1.800 ha og er gangi hennar einungis stjórnað með breytingu á skurði skrúfu, en það þýðir, að ganghraði vélarinnar er ætíð hinn sami. Þá eru í skipinu tvær ljósavélar af Caterpillar gerð. Toigvinda er rafknúin og rafall togvindu knúinn af aðatvél. Tvær Raytheon ratsjár eru í skipinu og Atlas fiskileitartæki svo sem tveir dýptarmætar og fisksjá. Þá eru öll fullkomnustu siglingatæki í skipiniu, gíróáttaviti, lórantæki, miðunarstöð, talstöð og fleiri tæki. íbúðir eru fyrir 16 manns og eru þær frammi í skipinu sem og aðrar vistarverur. Eru þær allar mjög smekklegar og vandaðar að frágangi. Í reynsluferð gekk Hólmanes 13,3/4 sjómílu, en á heimleiðinni var ganghraði 11,1/2 sjómíla, enda ekki fullkeyrt. Gekk ferðin heim vel, og skipið reyndist hið besta. 
Skipstjóri á Hólmanesi er Sigurður Magnússon, 1. stýrimaður Finnbogi Böðvarsson og 1. vélstjóri Hafsteinn Guðvarðarson. Hólmanes fór áleiðis til Reykjavíkur sl. fimmtudag en þar á að ganga frá hjálparvindum. Síðan fer skipið á veiðar. Hólmanes var til sýnis á Eskifirði 8 febrúar en á Reyðarfirði daginn eftir. Var öllum boðið um borð, þar sem veitingar voru fram bornar. Voru margar ræður haldnar til heilla hinu nýja skipi og áhöfn þess.

Austurland. 22 febrúar 1974.



Flettingar í dag: 753
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 725285
Samtals gestir: 53795
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 16:46:13