18.12.2016 11:05

2031. Hópsnes GK 77. TFBE.

Hópsnes GK 77 var smíðað hjá Northern Shipyard í Gdansk í Póllandi árið 1990 fyrir Hópsnes h/f í Grindavík. 230 brl. 1.306 ha. Sulzer díesel vél, 960 Kw. Smíðanúmer B 285. Skipið var selt til Ástralíu og tekið af skrá 15 febrúar árið 1995. Skipið var svo selt þaðan til Namibíu árið 1999 og hét þar Emanguluko L-913.

Hópsnes GK 77 við komuna til landsins 11 mars 1990.        Ljósmyndari óþekktur. Mynd úr dagatali. 


Hópsnes GK 77.                                                                             (C) Markús Karl Valsson.

                Hópsnes GK 77

Nýtt tveggja þilfara fiskiskip bættist við fiskiskipaflotann 11. mars s.l., en þann dag kom Hópsnes GK 77 til heimahafnar sinnar, Grindavíkur. Skip þetta er smíðað sem skuttogari, og er með búnaði til fullvinnslu afla um borð. Skipið er smíðað hjá Northern Shipyard í Gdansk í Póllandi, nýsmíði nr. B 285, og er hannað af stöðinni í samráði við Skipatækni hf. Þetta er fimmta fiskiskipið sem umrædd stöð smíðar fyrir íslendinga, hin fyrri eru Gideon, Halkion og Jökull árið 1984 og Andey á s.l. ári. Hópsnes GK kemur í stað Hópsness GK (57), 162 rúmlesta stálfiskiskips, smíðað árið 1963 í Noregi, sem verður úrelt. Hópsnes GK er í eigu Hópsness hf. í Grindavík. Skipstjóri á skipinu er Gísli Guðjónsson og yfirvélstjóri er Kristján Erlingsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Guðlaugur Óskarsson.

Ægir. 1 apríl 1990.

Flettingar í dag: 655
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 418
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 698194
Samtals gestir: 52756
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 19:01:54